Ég er ekki alveg að skilja þetta.

Það má ekki bora eða virkja vegna skemda á náttúruni en við megum flytja út þekkingu til annara landa og hjálpa þeim að virkja. Er það vegna þess að ásýnd þeirra landa skiftir okkur minna máli. Ég er ekki alveg að skilja þetta. Hvernig getur það komið heim og saman í málflutning að vilja ekki bora eftir gufu hér og vilja stöðva allt en benda um leið á að útflutningur á þeirri þekkingu sé eitt af því sem á að koma í staðin fyrir stöðvun framkvæmda hér. Og ef að framkvæmdir eru stöðvaðar hvernig og við hvað ætlum við að tryggja því aðkomna fólki sem að ætlar sér að setjast hér að vinnu það vinnur jú langflest í þeim geirum þar sem að stendur til að stöðva allt. Ekki veit ég það, ég leyfi mér að halda því fram að þeir sem hafa á stefnuskrá sinni að stöðva allt og halda því fram að hér verði aldrei vandamál vegna þróunar síðustu ára hreinlega bara viti það ekki heldur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband