27.2.2015 | 08:50
Byltingarfræði.
Vægi menntunar í heiminum hefur aukist hröðum skrefum og engin maður með mönnum eða kona með konum án einhverjar stafarunu fyrir aftan nafnið sitt.
Rökrétt framhald er auðvitað menntun í byltingarfræðum enda ekki hægt að hafa menntunarlaust fólk á því sviði gerandi uppistand um borg og bý.
Síðan verður byltingarmaður lögleitt starfsheiti og þeir einir mega gera byltingar sem menntun og réttindi hafa til þess.
Ég verð að viðurkenna að það er erfitt fyrir svona venjumaur eins og mig að skilja hina stöðugu útþenslu fræða sem byggð eru á bókviti hjá þjóð sem á sama tíma líður fyrir skort á menntun í verkviti.
Staðan er nefnilega sú að við getum ekki lengur mannað iðnað okkar vegna skorts á menntuðu vinnuafli á þeim sviðum.
Vélræn vinna það er handavinna er því í vaxandi mæli unninn af innfluttu vinnuafli sem haldið er á lágmarkslaunum sem skýrir stífni atvinnurekenda við að hækka lágmarkstaxta. Engin lög eru brotinn heldur einungis greitt samkvæmt lægstu töxtum til að geta greitt sem hæstan árð.
Á sama tíma eru smíðaðar nýjar og nýjar brautir í bóknámi og þeim gefið nafn og fundin hagstæð starfsheiti og launaflokkar sem hæfa menntun á æðra stigi og allt er þetta oftar en ekki störf sem leggjast á okkar sameiginlega spena.
Kannski að þessi þróun leiði að lokum til byltingar og þá er nú ekki amalegt að hafa menntað fólk á því sviði til að leiða hana.
Með Kv
Hvað er byltingafræði? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:52 | Facebook
Athugasemdir
Hver ætli verði fenginn til að kenna þessa byltingarfræði? Sennilega einhver jakkalakki sem hefur aldrei barið í tunnu eða reist götuvígi.
Guðmundur Ásgeirsson, 27.2.2015 kl. 12:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.