Kenna alltaf öðrum um.

Í gegnum tíðina hefur undirritaður verið hallur undir vesturveldin vestræn gildi og vestrænar lífskoðanir og í barnaskap haldið að heimsmynd okkar væri heldur skárri en annað sem er í boðið þó ekki sé hún fullkomin.
Það er komin brestur í þessa heimsmynd reyndar byrjaði hann þegar gerð var innrás til að finna efnavopn sem aldrei fundust, byltingum kenndum við vor komið á, og ýmislegt fleira gert og nú síðast einsleitur áróður í Úkraínu allt á meðan aldrei er gefið eftir að það sé réttur Ísraels að haga sér eins og þeir gera á Gasa jafnvel þó að SÞ segi að þeir brjóti alþjóðasamninga um hernað. Ofangreind atriði eru öll merki um tvískinnung og eiginhagsmunagæslu.

Á sama tíma koma þessi sömu veldi með blóðið lekandi af eigin höndum og boða sífellt auknar refsiaðgerðir á Rússa sem í raun komu kannski í veg fyrir blóðbað með því að innlima Krím og erfitt er að sjá að séu að gera nokkuð annað en þessi sömu veldi gera.
Ég réttlæti það ekki frekar en annað sem gert er í hinum stóra heimi en hræsnin í því sem að ég tel minn heimshluta er farin að misbjóða mér.

Í Úkraínu er allt aðskilnaðarsinnum að kenna þeir virðast bara skjóta á sjálfan sig og nú er allt undir Hamas liðum komið á Gasa enda mikið stórveldi þar á ferð þó mannfallið virðist vera ca 60/1600 þeim í óhag.
Það sem mér sárnar er að ráðamenn og fjölmiðlar í mínum heimshluta telja mig svo heimskan að ég trúi þessu það misbýður mér því brestirnir í málflutningunum eru svo augljósir ef skoðaðar eru fréttir frá öllum aðilum.

En meðan við teljum allt saman öðrum að kenna og lítum aldrei í eigin barm er ekki von til að neitt breytist.

"Banda­ríkja­stjórn legg­ur á herslu á að það sé und­ir Ham­asliðum komið að halda vopna­hléð."


mbl.is Hvílir á Hamas að halda vopnahléð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband