3.8.2014 | 20:55
Kannski yfirsést mönnum það augljósa.
Ekki hef ég þekkingu né vitneskju um þetta mál til að fella dóm um það ólikt flestum þeim sem telja sig vita sannleikann og hafa réttað, dæmt og vilja dómnum fullnægt án tafar.
Mín þekking á málinu er fengin með lestri áhorfi og hlustun á fjórðavaldið það er fjölmiðla og ég get ekki að mínu mati fundið þar neitt sem sýnir að sekt sé hafin yfir allan vafa.
Kannski er málið svo einfalt að Hanna Birna og aðstoðarfólk eru saklaus, þau hafa staðfastlega neitað sök, það er bara ekki hlustað á það trommurnar barðar hærra og af enn meiri ákefð þannig að manni fer að gruna að dýpri ástæður liggi að baki þessu en gefið er upp.
Málið líkist meir og meir illa dulbúnu pönki sem svo var kallað
En hvaðan fá fjölmiðlar upplýsingarnar sem við lestur virðast frekar vera lítil púsl sem síðan eru nýtt í spuna sem henta málstað þeirra sem vilja sakborning sekan. Það er ljóst af lestrinum að fjölmiðlar hafa aðgang að upplýsingum eða upplýsingabútum einhver staðar frá.
Ég tek það fram að ég hef ekki hugmynd um það frekar en annað í þessu máli en gæti verið að Íslenskir fjölmiðlar beiti hlerunum til að afla upplýsinga.
Skoði maður þetta mál og alla þá uppljóstrara og heimildarmenn sem að vitnað er í endalaust þá er skrítið í eins kjaftaglöðu þjóðfélagi og okkar að ekki hafi spurst út eitt nafn að minnsta kosti.
Eiginlega mjög skrítið finnst mér það ætti að hafa lekið fyrir löngu ef þeir væru til á annað borð, það tók ekki langan tíma að finna litla símamanninn.
Því velti ég því fyrir mér hvort það séu yfirleitt nokkrir uppljóstrarar hér á ferð.
Mér er hugsað til Englands og hlerunarmála sem komu upp hjá götublöðum þar hleranir voru víst ekki óalgengar til fréttaöflunar og til að ekki kæmi í ljós hvernig heimildir voru fengnar þá hafði News of the world þann háttinn á að því sagt er í erlendum miðlum að málin bárust blaðamönnum frá fréttastjórum og í sumum tilfellum voru sendir miðar í afgreiðsluna til að byggja undir fréttirnar og þá sagðir frá heimildarmönnum.
Var það ekki einmitt þannig sem að minnismiðinn umræddi kom fyrst í ljós sjá tilvitnun í DV hér að neðan.
"Blaðamenn Mbl.is og Fréttablaðsins, sem skrifuðu upprunalegu fréttirnar er byggðu á minnisblaðinu, hafa fullyrt að fréttastjórar miðlanna hafi veitt þeim upplýsingarnar. " Sá tengil að neðan.
Ég hef engan möguleika á að vita hvað er satt og ekki satt í því sem gengur á og það versta er að eftir að hafa lesið helling og hlustað á annað eins um málið er ég engu nær.
Eina breytingin er að væntingarvísitala mín til vandaðrar fréttamennsku á skerinu er komin niður fyrir frostmark.
Kannski er það augljósa að Hanna Birna og hennar fólk sagði satt að það hefði ekki hugmynd um hvernig þessi samantekt komst í fjölmiðla og ef svo er ætla þá þeir sem dæmt hafa harðast að biðjast afsökunar draga sig í hlé og segja upp stöðum sínum. Ég bara spyr.?
Vantraust á ráðuneytið moldviðri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ætli þetta sé ekki nokkuð nærri lagi, svona eins og þú segir..........
Jóhann Elíasson, 3.8.2014 kl. 23:40
Jón Aðalsteinn. Tek undir að það er ekki mögulegt að reka dómsmál á þennan hátt, sem sumir D.V./Bylgjupappa-fjölmiðlar stunda. Fyrrverandi saksóknari: Valtýr Sigurðsson er meira að segja kominn með "hvíta vængi" hins fullkomna götudómsstóls?
Vekur það ekki einhverjar spurningar hjá D.V./Bylgjupöppum og co?
Það er greinilegt að "þeir gömlu" ætla nú ekki að leyfa neinar breytingar á rotnu dómskerfinu. Dómarar í hæstarétti/héraðsdómum, og fyrrverandi ríkis-saksóknari, plús núverandi ríkis-saksónari, eru efni í annað rannsóknarverkefni.
Það er hreinlega ekki til umræðu að götu-dæma innanríkisráðherra né nokkurn annan í þessari spunarullu einhverra ósýnilegra. Sem ekki eru marktækari en það, að viðkomandi heimildarmönnum brestur kjark til að stíga almennilega fram og segja frá af ábyrgð og heilindum. Til hvers var af stað farið, í þessa feigðarför?
D.V.&.co, og langavitleysa ríkis-saksóknara/dómsstóla/hæstaréttar-löðrungafræðinga? Ríkissaksóknara fannst í lagi að taka bara einn út úr hópnum, og dæma hann pólitískum landsdómi? D.V.og fleiri ættu að athuga það betur, ef eitthvað væri að marka þann snepil. Eða hvað?
Dómstólar Íslands í núverandi verklagsframkvæmd eru bara djók! Þess vegna ætlar allt kerfisliðið í valdaembættunum af göflunum að ganga, ef á að hrófla við einhverju!
Bullandi ólöglegt okur-bankakerfi!!!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 4.8.2014 kl. 00:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.