Eg er á móti og með verðtryggingu.

Þetta er skrítinn fyrirsögn og krefst smáútskýringa af minni hálfu.

Ég leyni ekki að ég vil leiðréttingu á breytingum sem urðu á lánum mínum vegna hrunsins. Ég krefst ekki að fá allt  leiðrétt en krefst þess að tekið verði tillit til mín og minna líkra.
Við erum fólkið sem fór eftir þeim grunngildum sem að giltu í þjóðfélaginu eða sem að við héldum að giltu og tókum lán og byggðum okkar líf miðað við þær forsendur sem að gefnar voru út að réttar væru af þeim sem réðu hér málum.
 Ég krefst þess að standa jafnfætis þeim sem að settu sparnað sinn í peninga og innistæður í bönkum til að fá vexti sem voru úr öllu samhengi við raunveruleikan og mér sé ekki refsað fyrir að leggja sparnað minn í áþreifanleg verðmæti en ekki froðu.

Ég er hinsvegar til í að falla frá þessari kröfu ef að þeir sem fengu innistæður sínar bættar verða krafðir um endurgreiðslu á því sem umfram var lögbundna innistæðu tryggingu enda er þá jafnræði á milli okkar á ny.

Með þeirri tryggingu og síðan að halda ekki hrunáfallinu utan við vísitöluhækkanir lána var þegnum þessa lands gróflega mismunað þannig að aldrei mun um heilt gróa meðan ekki er leiðrétt.
Þessi mismunun er undirrót öldunnar í þjóðfélaginu ekki hatur á verðtryggingunni að mínu mati.

Flestir Íslendingar vita allt um verðtryggingu þegar undirritaður tók sitt verðtryggða húsnæðislán þá var ekki tekið mark á einhverri lánaáætlun frá fjármálastofnun það var reiknuð verðbólga síðustu ára og bætt í til að hafa borð fyrir báru.
Það gerðu líka margir aðrir einmitt þeir sem eru nú eins og áður að greiða af skuldum sínu.
Þetta eru þeir sem skildir voru eftir.
Þetta eru þeir sem kallaðir eru óráðsíufólk sem að ekki vill borga skuldir sínar.
Þetta eru þeir sem fjárfestu í áþreifanlegum verðmætum eins og eigin húsnæði.
Þetta eru síðan þeir sem eiga að bera skaðann og borga hrunið.

Það er það sem að ég mótmæli ekki verðtryggingunni, hún sjálf er ágæt til síns brúks því það er bara eðlilegur hlutur að fólk borgi það til baka sem það fær lánað með eðlilegum rentum.
En að til sé kerfi sem að mælir afglöp lánveitenda og lætur lánþega bæta það það er bara of súrt til að kyngja jafnvel fyrir kerfishollan mann eins og undirritaðan en það er ekki kerfinu sjálfu að kenna. ´
Sökin er þeirra sem stjórna kerfinu.

Þannig að eg hef ekkert á móti verðtryggingu ég er meira að segja fylgjandi henni því yfir langan tíma jafnar hún út greiðslubyrði.
Ég tel líka að neytendum sé treystandi til að ákveða sjálfir hvort þeir taki þannig lán eða ekki.

Vandamálið er hinsvegar það sem að gert var og ekki gert í árslok 2008 og það hefur ekkert með verðtryggingu að gera aðeins misvitra einstaklinga eiginhagmunasemi og mistök  að mínu mati.

Það er síðan eitt en sem að gæti fengið mig til að falla frá því að þær verðbætur sem féllu á lán mín við hrunið yrðu leiðréttar. Það væri það að þeir sem að taldir eru bera ábyrgð á hruninu myndu vinna þegnskylduvinnu fyrir 'íslenska þjóð jafnlengi og ég er að greiða niður verðbæturnar.

það sem er í gangi í dag en pólitíkusar skilja ekki er það sem að Þorgeir Ljósvetningagoði vildi forðast forðum. það er að lögin hafa verið slitin sundur og þá er friðurinn farinn líka og hann næst ekki aftur fyrr en sárin hafa verið grædd.


mbl.is Krefjast fundar um verðtryggingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband