2.2.2013 | 21:25
Sérfræðingar
Ég er orðin hálfþreyttur á þessu orði. Það er sífellt verið að kalla til sérfræðinga á hinu og þessu sviðinu og þeir segja okkur að þetta verði svona eða hinseginn. Það verður svona mikil verðbólga næsta mánuð, það þyðir yfirleitt að hún verður minni. ef þeir síðan spá minnkandi verðbólgu þá verður hún meiri. Það má síðan ekki gleyma séfrfæðingunum sem að sögðu að við myndum tapa Icesave. Eða sérfræðingunum sem fullyrtu að fall krónunar 2008 væri ekki vegna aðgerða bankanna sem að þeir unnu hjá. Hvaða sérfræðingar eru hér og hjá hverjum vinna þeir og hver er árangur þeirra í fortíðarspám. Hvað væri síðan hægt að auka hagvöxt mikið og hvað myndu framleiðni tölur lagast mikið ef að það væri nú aðeins grisjað í fjölda þeirra sérfræðinga sem að nú starfa á öllum sviðum.
Reynir að sporna við óumflýjanlegri gengisveikingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Voru sérfræðingar ekki búnir að spá "armageddon" ef við mundum ekki samþykkja IceSave ómyndirnar.
Ég er í Las Vegas, en er ekki allt í lagi með all þarna upp á Fróni?
Séfræðingar eða hitt þó heldur, bara frasa ofstækismenn svipað og þessir global warming sérfræðingar.
Kveðja frá Las Vegas
Jóhann Kristinsson, 2.2.2013 kl. 21:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.