Enginn veit hvað átt hefur...

Gamalt máltæki segir að enginn viti hvað átt hefur fyrr en misst hefur.
Mér dettur þetta máltæki í hug við þessa frétt því hvort sem að fólki líkar boðaskapur ákveðinna bókmennta eða ekki þá snýst þetta um það grundvallar atriði sem kalla er tjáningarfrelsi. 

Það getur vel verið að Tinni sé fullur af staðalímyndum eða einhverju öðru ég las þó Tinna og fleiri sem ég þekki og man ekki eftir öðru en að ég hafi talið um skemmtilega teiknimyndasögu að ræða og aldrei dottið í hug að hún sýndi einn hóp í verra ljósi en aðra heldur væri afþreying eins og aðrar barnabækur sem að ég las og hafa ekki valdið því að ég hélt út á lífsbrautinna með fyrir fram mótaða skoðun á hinum ymsu hópum.

Hvað mega Skaptar og Skaftar Tinnabókanna, Vandráðar eða söngkonur ef við minnumst Vælu Veinólíu og annarra svokallaðra staðalhópa úr þessum bókum hvað um þá hópa sem gert er grín að. 

Haft er eftir herra Miri
„Börn lesa ekki smáa letrið, þau bara hella sér samstundis á kaf í söguna. Tinni býður upp á skopstælingu frá sjónarhóli nýlendustefnunnar. Börn drekka í sig þær upplýsingar gagnrýnislaust.“
 
Síðan segir í fréttinni
"starfsmenn bókasafnsins vinnu nú að því að fara yfir innihald fleiri barnabóka í eigu þess með það fyrir augum að bjóða ekki upp á efni með staðalímyndum, átökum kynjanna og hómófóbíu. Það sama á við um efni fyrir fullorðna. „Allar bókmenntir fyrir börn ættu að vera endurskoðaðar,“ segir Miri."

Ég verð að segja að mér finnst viðkomandi fara bratt í að ákveða hvað sé rétt og hvað sé rangt og hvað fólki sé óhætt að lesa. Mér finnst farið yfir strikið í forsjárhyggju en ef við viljum hafa þetta svona þá má ekki undanskilja neinn hóp.  Það verður þá líka að vera bannað að skrifa um hvíta miðaldra feitlagana karlmenn á miðjum aldri líka ljóskubrandara þá verður að banna og ótalmargt annað sem í raun hvetur okkur stundum til að taka afstöðu og hana oftar en ekki á gagnrýnum nótum. Það eru nefnilega margir sem lesa með gagnrynu hugarfari og gleypa ekki allt hrátt. 

Eiga  einstaklingar eða hópar að ákveða hvað má lesa og hvað má ekki lesa það er ekkert smá mál það  snýst einfaldlega um tjáningarfrelsi sjálft en það er frelsi sem að margir hafa fallið við að verja.
Tjáningarfrelsið er einn af hornsteinum samfélags okkar og þarf að verja því eins og ég sagði þá veit enginn hað átt hefur fyrr en misst hefur og ég er hræddur um að okkur brygði við ef að tjáningarfrelsið væri horfið. Það á þó ekki að misnota þetta frelsi frekar en annað í veröldinni sem þó er stundum tilfellið. Mér finnst það þó ekki í þessu tilfelli.


Þetta vekur síðan upp spurningu í mínum huga hvort að það sé ekki orðið of mikið af fólki sem að er búið að mennta til að hafa vit fyrir öðrum og hefur ekkert að gera nema að reyna að finna sér eitthvað að gera.
En það er nú bara svona alþýðuheilabrot í hausnum á mér.

Það má að lokum geta þess eftir því sem ég kemst næst með stuttu Googli að það hefur verið vinsælt að banna barnaefni.

Nasistar bönnuð til dæmis Dæmisögu í litum fyrir börn og fullorðna "Selurinn Snorri"

Komúnistar bönnuðu  Andrés Önd vegna þess að Jóakim var slæm fyrirmynd með auðin. 

Bandaríkjamenn Hróa Hött í kaldastríðinu hann gaf fátækum og tok frá ríkum

Animal Farm þótti heldur ekki góð og svo mætti áfram telja.

Þetta sýnist vera til tölulega saklaus aðgerð en ekki er víst þegar upp er staðið að útkoman yrði eins og lagt var af stað með um það vitna bóka og blaðabrennur fortíðar því það er ekki svo auðvelt að stöðva skriðuna þegar hún er lögð af stað

Þegar þetta er ritað berast síðan fréttir um að þessi ákvörðun hafi verið dregin til baka og er það vel því fari innihald þessara bóka fyrir brjóstið á einhverjum þá ber hinum sama að útskyra það fyrir minna mótuðum einstaklingum og kenna þeim það sem viðkomandi telur muninn á réttu og röngu í stað þess að fela innihaldið og halda að það hverfi með því móti.

Ég er því sáttur því að mínu mati hefur tjáningarfrelsið staðið af sér atlögu gegn því og við getum enn lesið og metið innihaldið út frá okkar eigin hugsunum og innræti og komist að niðurstöðu um hvort það sé viðeigandi eða ekki og þannig eflt okkar eigin skilning á réttu og röngu og vonandi þróast áfram til meira umburðarlyndis gagnvart meðbræðrum okkar og systrum sem ekki er vanþörf á.


mbl.is Tinni tekinn úr hillunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Einarsson

E þetta allt gengi eftir, og til að þóknast öllum kynþáttum,

þá yrði ein allsherjar bókabrenna.

Hörður Einarsson, 25.9.2012 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband