30.4.2012 | 16:07
Til skammar
Það er til skammar að þing skuli enn fara í frí lungað úr árinu í raun á þing að taka sér einn mánuð í sumarfrí eins og aðrir þetta er algjör tímaskekkja og ætti að breyta strax. Það er löngu liðin tíð að þingmenn þurfi að komast gandríðandi heim í sveit í sauðburð og þar að auki eiga þingmenn ekki að hafa þingmensku að aukastarfi.
Við skulum´nefnilega ekki gleyma kjördæmavikum og þess háttar þannig að þegar upp er staðið er viðverutíminn við Austurvöll ekki langur á hverju ári
Breyta þessu strax nóg er nú samt sem að maður þarf að horfa upp á frá því sem kallað er æðsta stofnun þjóðarinnar.þ
Kvöldfundur vegna fjölda mála | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég hélt satt að segja að það væri löngu búið að leiðrétta þennan misskilning. Þó svo að fundir í hinu sameinaða Alþingi standi ekki yfir, þýðir það ekki að þingheimur sé í einskonar fríi. Þingmennskan felur margt annað í sér en að sækja þessu tilteknu fundi í þinghúsinu.
H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 30.4.2012 kl. 16:56
Hi sameinaða alþingi setur lögin þau lög sem að ekki ná í gegn núna geymast til haustins svona hafa stjórnvöld frestað hverju málinu á fætur öðru það þætti ekki boðlegt á öðrum vinnustöðum og taka síðan skaflinn hálfsofandi örfáum dögum undir lok þings það er mín skoðun á þessu
Jón Aðalsteinn Jónsson, 30.4.2012 kl. 17:09
Það er merkilegt að ekki skyldi fundið uppá því að lengja fundinum fram yfir miðnætti, svo hægt væri að vanvirða 1. maí, í anda ESB-ólýðræðis-verkalýðsfélagstortímingar-sambandsins.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 30.4.2012 kl. 21:52
Ef það væri til virkt vinnueftirlit á Íslandi, þá væri það búið að stoppa svona vinnuhætti. En það er með það eins og annað í spilltri stjórnsýslunni á Íslandi, allt í vanrækslu og rugli.
En Rauði-Kross ESB kemur og lagar þessa brenglun, segja auðtrúa sálir.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 30.4.2012 kl. 21:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.