14.2.2012 | 13:06
Prósentur
Í fréttinni segir
Samanlögð raunbreyting kredit- og debetkortaveltu einstaklinga í innlendum verslunum gefur góða mynd af þróun einkaneyslu hérlendis og jókst veltan á þann mælikvarða um 4,4% í janúar borið saman við sama mánuð fyrra árs"
Það er gott mál að einhverjir eiga pening og eru að eyða enda þarf ekki annað en að skoða launahækkun forsætisráðherra og þingmanna til að sjá að einhverjir halda í við verðbölguna og hafa því eyðslufé.
En það sem er skrítið er frétt frá sama banka um sama mál í sama blaði http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2012/02/14/kortin_notud_meira/
En hér segir eftirfarandi og það sem vekur athygli mína er mismunurinn á prósentunum
"Heildarvelta debetkorta í janúar 2012 var 27,5 milljarðar króna sem er 31% samdráttur frá fyrra mánuði en 6,9% aukning miðað við janúar 2011.
Heildarvelta kreditkorta í janúar 2012 var 31,6 milljarðar króna sem er 6,2% aukning frá fyrra mánuði og 11% aukning miðað við sama mánuð árið áður, samkvæmt upplýsingum frá Seðlabanka Íslands."
Ég er ekki hagfræðingur enda skil ég þetta ekki
Útlit fyrir áframhaldandi vöxt einkaneyslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.