Er stjórnin að falla

Það mætti halda að ýmsir þingmenn búist nú við að ekki verði mikið lengur hangið á stólröndinni og takið fari að bresta.

Alla vega finnst mér að svona yfirlýsingar beri vott um það að viðkomandi sé að fara í biðilsbuxurnar til þjóðarinnar aftur. Hinsvegar er staðreyndin sú að flestir sjá orðið í gegnum þetta bull stjórnar sem hefði getað breytt svo miklu en verður minnst fyrir að hafa náð að klúðra öllu sem hún tekur sér fyrir hendur. Þeir sem að trúa þessu og koma til með að styðja áfram við fólk sem að telur að kreppan sé búin og ráðstöfunartekjur aukist þegar fólk er að leggja bílunum og þeim fjölgar sem að ekki  ráða við venjuleg heimilisinnkaup þeir sem enn styðja það eru haldnir einhverju sem að ekki verður læknað og verða bara að lifa í þeirri skynvillu.

En óneitanlega ber þessi óraunsanni gleðidúett þeirra Ólínu og Össurs keim af tilhugalífs söng stjórnmálamanna í garð þeirra sem að ráða framtíð þeirra.


mbl.is „Kreppan er nefnilega búin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þetta er góð spurning hjá þér og við skulum vona að svarið við henni sé já. En það er rétt sem þú segir þjóðin þarf að vera á varðbergi gagnvart lýskrumi stjórnmálamanna á borð við Ólínu. Hvað hefur hún til dæmis, sér til tekna unnið þann  tíma sem hún hefur setið á Alþingi? 

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 8.2.2012 kl. 12:08

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Ekkert og ekki mun ég kjósa þau!

Sigurður Haraldsson, 8.2.2012 kl. 19:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband