13.1.2012 | 09:27
Besta græna sjálfbæra samgöngustefnan.
Þessi frétt sýnir að mörgu leiti hæfni getu og visku stjórnenda vorra tek ég tvö atriði úr fréttinni sem að mér finnst sýna það í hnotskurn.
Það segir
"Um leið og nemendum grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu var boðið að kaupa svokölluð nemakort hjá Strætó var verðið hækkað úr 20 þúsundum á ári í 30 þúsund krónur. Stefna stjórnar Strætó er að sérstök afsláttarkjör verði smám saman afnumin."
Ofangreint leiðir náttúrulega til þess að nemar í grunnskólum börn foreldra sem eru að reyna að berjast við að ná endum saman flykkjast í stræto vegna hins nýja fargjalds. Nei þeim fækkar og þá verður að skerða stætó enn meira. Foreldrarnir á Porsche jeppunum halda hinsvegar áfram að keyra sín börn í skólann vel vernduð af velferðarstjórninni. Heimskulegt skref ef að á að auka hlut strætó
Síðan segir seinna í fréttinni.
"Ný gjaldskrá Strætó tekur gildi 1. febrúar. Verð á tímabilskortum og afsláttarmiðum hækkar að jafnaði um 10%. Stök fargjöld haldast hins vegar óbreytt, eru 350 krónur. Með hækkun umfram almennar verðlagshækkanir er verið að reyna að auka hlut fargjaldatekna í rekstri fyrirtækisins, að því er fram kom í tilkynningu Strætó á dögunum."
Ofangreint þýðir á manna máli að það hafi verið algjört klúður þegar að stök fargjöld voru hækkuð og átti að vera til að beina fólki á afsláttarkortin og menn hreyktu sér af því að þannig ætti að auka hlut almenningssamgangna sem sýnir en og aftur að það er ekki orð að marka það sem að þetta fólk segir.
Hækkun umfram almennar verðlagshækkanir er síðan ekki einhver jöfnun hlutfalla heldur hrein og bein skattahækkun sem að en sem fyrr lendir verst á baki barnafjölskyldna.
Eins og ég hef sagt áður hríðarveður undanfarinna daga er ekki það versta sem við búum við og enn sem fyrr er álit mitt á ráðamönnum til sjávar og sveita ekki prennthæft.
Nemafargjöldin hækkuðu um 10 þúsund kr. á ári | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:22 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.