Þursinn vaknar

Mér hefur í gegnum tíðina fundist að Neytendavernd á Íslandi væri í skötulíki óg þegar að samtökin börðust fyrir afnámi verðmerkinga og uppsetningu einhverra snarbilaðra skanna sem að alla vega þegar ég hef prófað virka sjaldnast þá varð ég strax þeirrar skoðunar að hér væri um neytendaslys að ræða sem myndi leiða til hærra vöruverðs .
Ég varð einnig var við það á pyngju minni að svo var og hef ritað um það.

Ég tel að nær hefði verið að krefjast verðmerkingar á hverju einasta eintaki af vöru og fylgja því eftir  að rétt sé verðmerkt.

Ég fór um daginn í verslun og sá á verðmiða verð á áleggi sem að ég gat sætt mig við en var það álegg við verðmiðann ó nei það var ekki einu sinni í hillunni. Rangar merkingar eru þjófnaður úr vasa neytandans og ættu að leiða sjálfkrafa til kæru eins og segir í öllum verslunum í dag að allur þjófnaður sé kærður.
En þjófnaður í formi rangra vörumerkinga er aldrei kærður en reglulega skammast út af honum.

Kannski að Securitas bjóði neytendum upp á öryggisvörð sem fylgir þeim um verslunina til að sjá til þess að þeir séu ekki rændir. Kannski hægt að stofna svoleiðis sprotafyrirtæki hef trú á að það sé markaður fyrir það

En gott er nú að Neytendasamtökin hafa vaknað af blundi sínum en hræddur er ég um að þau sofni fljótt aftur og ekkert skeði.


mbl.is Verðmerkingum hætt og verð hækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir góðan pistil. Það er orðið vonlaust að vita hvað kjöt kostar nú til dags. Þetta skannakerfi er ekki gert með hagsmuni neytenda í huga. Auk þess sem skannar eru oft ekki við hendina. Þeim er plantað strjált um búðir til þess að engin noti þá. Hver hefur tíma í svona vitleysu. Skannakjaftæðið varð til þess að verðvitund neytenda er orðið eitt stórt núll.

nikk (IP-tala skráð) 22.12.2011 kl. 15:55

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já ég er algjörlega sammála ykkur og það á að gera þetta eins og það var, allt merkt í hillu, annað er eingöngu til þess að blekkja neitandann þó svo að annað sé gefið í skyn...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 22.12.2011 kl. 16:26

3 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Það er stöðugt reynt að blekkja okkur með röngum eða misvísandi hillumerkingum og alltaf skotið sérbak við að það séu mistök. Það þyddi víst lítið að segja að það væru mistök ef maður gengi út með læri í vasanum.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 22.12.2011 kl. 16:47

4 identicon

Merkileg þjóð Íslendingar. Þegar ég bjó þarna fyrir tuttugu og tveimur árum, var staðan nákvæmlega sú sama og nú. Þjóðin hefur ekki lært nokkurn skapaðan hlut eða þróast og mun ekki gera. Það eina sem menn kunna í þessu samfélagi er að svíkja, stela og svindla að náunganum og það endalaust. Þessi þjóð er það vanþróuð, að forverðsmerkingar og strankt eftirlit hvern einasta dag er í raun lífsnauðsýnlegt og ég tala nú ekki um, ef þjóðin ætlar að fara að blanda geði við aðrar Evrópuþjóðir.

Gleðileg okurjól! Eins og venjulega!

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 22.12.2011 kl. 17:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband