21.12.2011 | 18:20
Tær snilld.
Sala losunarheimilda er tær snilld og ekki furða ef rétt er að Al Gore hafi gerst hluthafi í batteríinu. Þarna eru peningaöflin búin að finna söluvöru sem ekki nokkur maður getur fest hönd á. Gjöld þessi munu síðan fara beint út í verðlag og hækka vísitölur og tryggja eigendum fjármagnsins bjarta tíð með blóm í haga.
Mun þetta breyta einhverju ekki veit ég það en ég átti tal við erlendan mann sem verið hafði í einu fjölmennasta ríki veraldar og þar hafði stjórnvöldum dottið í hug að stöðva framleiðslu rafmagns úr mengandi orkuveri ákveðin hluta sólarhringsins til að draga úr losun. Fólkið sem háð var rafmagninu þurfti sem fyrr að brauðfæða sig og sína hvað sem tiktúrum yfirvalda leið. Því fór svo að þegar að rafmagnið fór af þá upphófst mal ótal smárra rafstöðva út um allt héraðið og framleiðslan hélt áfram og mengunin sennilega enn meiri heldu en ef ekkert hefði verið gert. Okkar ástkæru leiðtogar eru nefnilega flestir búnir að gleyma braustritinu eftir að þeir ánetjuðust sjálftöku úr vasa fólksins.
Var ekki til dæmis í fréttum að hækkun orkugjafa til húshitunar hefði leitt til þess að fólk í hinum fátækari ríkjum fór að brenna öðrum orkugjöfum til að geispa ekki golunni úr kulda og niðurstaðan var meiri mengun.
Ég er þeirrar skoðunar að í raun sé hér komið skrímsli sem að ekkert hefur að gera með það að draga úr losun lofttegunda heldur sé hér um þægilega leið fyrir peningaöflin til að ávaxta sitt pund og stjórnmálamenn til að seilast enn lengra í vasa almúgans.
Síðan er það áleitin spurning og það er hver borgar ef framtíðn leiðir síðan í ljós að þetta var bara venjuleg náttúrusveifla. Það er líka vont að þessar auknu álögur minnka getu fyrirtækja til framþróunnar og geta í raun leitt til þess að þau spari í raunverulegum mengunarvörnum til að standast samkeppni.
En eitt er víst að þetta leiðir til hækkunar fargjalda sem síðan hækka vísitöluna sem svo hækkar brauðið sem síðan dregur úr getu fólks til framkvæmda sem kallar á meiri skattahækkanir sem síðan valda hækkun brauðs sem hækkar vísitöluna og svo framv Og þetta sennilega afgreiðir restina af þeim lífeyrissparnaði sem margir landsmenn áttu í þvi sem kallað var eigin húsnæði en er að verða sagnfræði hugtak hjá allt of stórum hópi fólks.
Icelandair kaupir losunarheimildir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.