29.11.2011 | 08:11
Fá borgarstjórnarmenn jólabónus
M'er leikur hugur á að vita það hvort að meðlimir borgarstjórnar fá greiddan svokallaðan jólabónus og sé svo mælist ég til að hann verði felldur niður til hagræðingar í kerfinu. Einnig fer ég framm á að borgarstjórn haldi þá fundi sem að samkvæmt dagskrá bera upp á kirjulega frídaga og það án yfirvinnugreiðslna.
Bannað að fara með faðirvorið á aðventu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Færsluflokkar
Bloggvinir
- gammon
- benediktae
- bjarnihardar
- bjarnimax
- gattin
- eeelle
- ea
- gesturgudjonsson
- gisliivars
- neytendatalsmadur
- gretarro
- gelin
- morgunn
- zumann
- hreinn23
- gullvagninn
- skulablogg
- heidathord
- heimssyn
- helena
- helgigunnars
- drum
- hrenni
- hogni84
- johanneliasson
- jonvalurjensson
- krist
- solir
- oliskula
- os
- ragnar73
- fullvalda
- fullveldi
- nafar
- sigaxel
- sigurduringi
- siggisig
- sisi
- sigurjonth
- solthora
- summi
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- thordisb
- tbs
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Spurt er
Lifir stjórnin út mánuðinn
Nei 49.3%
Já 50.7%
69 hafa svarað
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Desember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Apríl 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Ágúst 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ætli það séu jólaskreytingar í ráðhúsinu?
Sigríður Jósefsdóttir, 29.11.2011 kl. 09:23
Er fólk virkilega enn að rugla saman Jólahátíðinni , sem er tilkominn langt fyrir daga kristninnar, og trúarbrögðunum sem gerðu jólin að sinni hátíð?
Hátíðahald um jólin getur verið óháð trúarbrögðum!
Kristján H Theódórsson, 29.11.2011 kl. 10:30
Burt með jólabónusa-skreytingar-gjafir og að ég tali nú ekki um jólafrí, páskaegg og páskafrí! Ég vil að þeir sem vilja afnema þessa kristnu trú okkar fái að finna það á eigin skinni með því að missa ofantalið. Það yrðu stuttar skíðaferðirnar um "páskana" ef það gengi eftir og einhverjir sætu heima með sárt og sveitt enni.
Guðrún Jóhannesdóttir, 29.11.2011 kl. 10:32
Kristján, það er bara búið að hengja þetta allt á jólin.
Guðrún Jóhannesdóttir, 29.11.2011 kl. 10:33
Tel mig ekki vera að rugla saman neinu það sembara veldur mér spurningu er hvernig minnihluta hópur kosin til alls annars an þessa fær það út að hann hafi rétt til að grípa framm fyrir hendur foreldra til að ákvarða hvað sé börnum þeirra fyrir bestu og það getur bæði verið að hvetja þáu til trúar eða letja þau til þess. Sami hóput getur ekki einu sinni innritiað börn skamlaust í leikskóla borgarinnar. Mín skoðun er sú að þeir eigi fyrst að reina að gera það sem þau voru kosin til áður en þau snúa sér að svona málum
Þetta er síðan kjörið mál til að kjósa um en kannski þorir borgarstjórn því ekki gerir sér kannski grein fyrir því að hér er minnihlutin að stappa á meiri hlutanum Ég mæli með að kosið verði um málið ég kem til með að hlýða niðurstöðunni
Jón Aðalsteinn Jónsson, 29.11.2011 kl. 10:40
JÓN AÐALSTEINN JÓNSSON, NÚ ER MÉR NÓG BOÐIÐ!
Ég er búinn að lesa of margar færslur þar sem grunnhyggnir kirkjutappar halda því fram að mannréttindaráð sé að grípa fram fyrir hendur foreldranna! Ríkisrekin skólayfirvöld eiga ekki að innleiða skoðanir eða trú meirihlutans á alla. Þeim foreldrum, sem kjósa að ala börnin sín upp í kristinni trú, er í lófa lagið að gera það sjálf í stað þess að ætlast til þess að menntastofnun, sem ÖLLUM (óháð trú eða skoðunum) ber skylda að sækja, sjái um verkið fyrir þá.
Jesú kvað sjálfur að við skyldum gjalda keisaranum það sem keisarans er og Guði það sem Guðs er. Er það ekki næg vísbending um afstöðu frelsarans þíns varðandi íhlutun kirkjunnar í ríkismál og öfugt?
Dagbjartur G. Lúðvíksson (IP-tala skráð) 29.11.2011 kl. 13:47
Afhverju er þeir nóg b oðið Dagbjartur er eitthvað rangt við að kjósa um málið er það ekki leiðin sem farin er í lýðræðisríki síðan er spurning um að fara alla leið og afnema þjóðkirkjuna og þar með kirkjulega frídaga en það er eitthvað sem að ætti að gera út um í þjóðaratkvæði. Þú hefur síðan ekki hugmynd um hvort ég á frelsara eða hef trú én væri svo þá er það örugglega ekki núverandi borgarstjórnarmeirihluti sem að er að vasast í svona málum meðan að önnur málefni mun meira árðiðandi liggja fyrir.
Jón Aðalsteinn Jónsson, 29.11.2011 kl. 14:56
1. Gott að þú trúir ekki á borgarstjórn. Ég hélt því ekki fram.
2. Ég mælist hvergi gegn kosningu um aðskilnað ríkis og kirkju. Sérstaklega þar sem skoðanakannanir vísa til þess að yfir helmingur landsmanna er fylgjandi aðskilnaði.
3. Þú virðist krefjast þess að þetta málefni sé lagt til hliðar á meðan önnur og meira áríðandi séu sett í forgang. Á móti spyr ég þig fyrir hverju öðru mannréttindaráð eigi að beita sér. Ég veit ekki til þess að mannréttindi séu á mörgum öðrum stöðum brotin af hinu opinbera innan borgarmarka.
4. Hefðirðu hlotið fullnægjandi menntun yfir ævina Jón, myndi þér vera ljóst að flestir hinna stóru „kirkjulegu frídaga“ eiga sér heiðinn uppruna. Vetrarsólstöðum er fagnað í öllum þekktum menningarheimum vesturlanda, frá upphafi sögunnar. Víkingar héldu upp á Jól og Persar eiga sitt Yalda. Nákvæmur fæðingardagur Jesúbarnsins er óþekktur en sagnfræðingar, sem málið hafa rannsakað, virðast flestir sammælast um að það hafi ekki verið 25. desember (eða í desember yfir höfuð). Enska orðið fyrir páska kemur frá gyðjunni Ēostre, sem var sambærileg Freyju í trú Engilsaxa. Á vorin slátruðu þeir lambi (páskalambi) henni til heiðurs og tilbáðu frjósemi. Orðið páskar er talið eiga uppruna sinn að rekja til hebreska orðsins Pesach. Það er vorhátíð sem lesa má um í sögunni af því þegar Guð hugðist drepa alla frumburði Egypta til að frelsa hina útvöldu þjóð. Þá slátruðu gyðingarnir páskalambi og bár blóð þess á dyr sínar. Uppruna hátíðarinnar má þó rekja enn lengra aftur eða allt aftur til tilbeiðslu Tammuz, hins súmerska guðs matar og uppskeru.
Misskilningur þinn felst annars vegar í því að halda að aðskilnaður ríkis og kirkju, og þ.a.l. brottrekstur trúar úr skólum þýði að þú fáir minna frí, og hins vegar í því að niðurstaða mannréttindaráðs borgarinnar hafi nokkurn skapaðan hlut með téðan aðskilnað að hafa.
Dagbjartur G. Lúðvíksson (IP-tala skráð) 29.11.2011 kl. 15:30
Sæll Aftur Dagbjartur
Hef fátt um lið 1 og 2 að segja enda ekki haldið því fram að þú segðir að ég tryði á borgastjóra eða að þú værir á móti átkvæðagreiðslu um málið og bara spurning um hvort að borgarstjórn skellir sér bara ekki í málið til að skoða hug okkar borgarbúa.
Aftur á móti spurði ég af hverju þér væri nóg boðið. Því að þér virðist mikið niðri fyrir og ekki annað á þér að skilja en að þú teljir mig grunnhygginn kirkjutappa síðan efastu um að ég hafi hlotið fullnægjandi menntun og að ég miskilji eitthvað um frídaga kirkjunar komna úr heiðni eða ekki. Mér finnst þetta nokkuð vel í lagt og það gagnvart einstaklingi sem að þú í raun þekkir ekki.
Þú segir að "Ríkisrekin skólayfirvöld eiga ekki að innleiða skoðanir" Eiga þau að banna skoðanir ? Ég vil hvorki innleiðingu eða bann en á meðan hér er ríkistrú finnst mér skjota ansi skökku við að það sé talið mannréttindabrot að fólk syngi helgisöngva og við skulumhalda til haga að það er öllum frjálst að neita að taka þátt í þessum stundum.
Í framhaldi af því vil ég spyrja þig. Er það mannréttindabrot að svínakjöt sé ekki á boðstólum í mötuneytum sumra skóla af tilitsemi við aðra menningarheimi. Þar er tvímælalaust verið að brjóta á rétti beikon elskandi einstaklinga svo hvað um þeirra mannréttindi. Þar er ekki frelsi til að velja svínakjöt eða ekki svínakjöt er það sanngjarnt.
Að lokum leikur mér forvitni á að vita hvað þú telur fullnægjandi menntun það er sennilega of seint fyrir mig að redda því komin yfir hálfa ævina og ætla ekki að snupra mentun þina enda fólst í þeim hluta menntunnar minnar sem ég hlaut frá eldri kynslóðum að tala ekki niður til fólks. En ég tel að ef að yrði gáð myndirðu sjá að menntun mín á þessu sviði er alveg fullnægjandi.
Ég misskil ekkert um frídaga eða mannréttindaráð og aðskilnað ríkis og kirkju það sem pirrar mig er að það er fólk á launum sem tekin eru af skattpeningum þeim sem að ég greiði sem að hefur ekkert þarfara að gera en þetta og á þeim skattpeningum sem að ég borga ásamt öðrum.
Peningum sem að ég vill heldur að væru notaðir til að foreldrar gæti komið börnum sínum í leikskóla eins og búið var að lofa , velferðarsvið myndi ekki loka á sumrin eða snotaðir til að styrkja fátæka í borginni það er mín sýn á mannréttindi og hvernig ég vil að hinu takmarkaða fé sé varið.
Ég læt síðan mínum afkomendum mínum og annara það alveg í sjálfsvald sett hvort þau spenna greipar fara með faðir vorið dýrka Budda eða hrópa Alla er mikill og tel það ekki brot á mannréttindum mínum þó að ég verði var við það.
Kannski væri til lausn á þessu sem væri fólgin í því að borgin lækkaði útsvarið og í staðin tækju ymsir hópar yfir leikskólana þá er hægt að velja á milli allt frá trúlausu og upp úr kannski ekki vitlaus hugmynd.
Jón Aðalsteinn Jónsson, 29.11.2011 kl. 17:36
Sæll Jón
Fullnægjandi menntun var illa orðað hjá mér. Ég var að vísa til þess að grunnmenntun á Íslandi hefur í gegnum tíðina verið mjög hlutdræg í garð kristinnar trúar og hefur það leitt til ýmissa rangfærslna sem fólk á til að taka sem endanlegum sannleik.
Í sömu línu og þú segir að þú viljir hvorki innleiðingu né bann skoðana telurðu skjóta skökku við að á meðan lögleidd sé ríkistrú að helgisöngvar séu ekki sungnir. Börn eru ekki gædd sömu hæfni og fullorðið fólk til að mynda sér sjálfstæðar skoðanir og það að leiða þau í kirkju og láta þau biðja og syngja helgisöngva er óneitanlega til þess fallið að hafa áhrif á skoðanir þeirra.
Í vísindum er almennt gengið út frá því að menntastofnanir eigi að vera hlutlausar þegar kemur að lífs-, trúar- eða stjórnmálaskoðunum, einfaldlega vegna þess að leiðbeinandi á að fræða en veita nemandanum það frelsi að mynda sér skoðanir sjálfur. Það má vel vera að mörg börn séu alin upp á heimilum þar sem kristni er í hávegum höfð, en mér mistekst að sjá hvers vegna sú skylda þurfi einnig að vera á höndum skólanna. Við stöndum frami fyrir því að annað hvort halda áfram að innleiða skoðanir meirihlutans í hug barna fólks sem er meirihlutanum ósammála eða við getum tryggt hlutleysi skólanna sem menntastofnanna með engum tilkostnaði. Dæmið er ekkert gífurlega flókið.
Stjórnarskrárákvæðið sem kveður á um þjóðkirkju segir að ríkisvaldið eigi að styðja kirkjuna og vernda. Sé miðað við almenna orðskýringu fæst ekki skilið af þessu ákvæði á ríkinu beri skylda til að leiða skólabörn í kirkjur og láta þau biðja. Að því sögðu ítreka ég enn frekar að það sé hlutverk foreldra og aðstandenda að hjálpa börnum sínum að móta skoðanir á meðan menntastofnanir eiga skv. skilgreiningu að vera hlutlausar.
Varðandi svínakjötið þá er ekki mannréttindabrot að bera það ekki börnunum af sömu ástæðu og það er ekki mannréttindabrot að fara ekki með þau í kirkju. Hins vegar er klárt brot á mannréttindum að bjóða ekki sambærilegan mat, þeim sem ekki mega neita svínakjöts, og aðrir fá, rétt eins og það er brot á frelsi foreldra til að hjálpa börnum sínum að móta skoðanir þegar menntastofnun kennir gagnstæðar skoðanir sem endanlegan sannleik. Þessu til frekari rökstuðnings vísa ég til 2. mgr. 9. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu, sem lögfestur var á Íslandi með lögum nr. 62/1994.
Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar hefur fleiri störf með höndum en að gæta þess að hugsana-, skoðana- og trúfrelsi borgaranna séu ekki brotin. Að starf þeirra sé óþarft þegar herðir í ólinni er þín skoðun. Mín skoðun er sú að þegar kreppir að sé jafnvel enn brýnna en ella að gæta þess að almenn réttindi fólks séu ekki sett til hliðar. Þá á ég jafn við um tjáningarfrelsi og réttinn til frelsis og mannhelgi. Ef við ætlum ekki að eiga á hættu að verða að kúgaðri þjóð þarf að gæta þess að félagafrelsi sé í hávegum haft, sem og bann við mismunun. Ég get ekki samþykkt að skoðana- eða trúfrelsi almennings eigi að hafa minna vægi vegna þess að fjármagn er að skornum skammti. Við höfum bæði tíma, fjármagn og mannauð til að gæta allra jafnt.
Dagbjartur G. Lúðvíksson (IP-tala skráð) 29.11.2011 kl. 18:29
Sem frekara dæmi um það hversu hlutdrægt menntakerfið hefur í gegnum tíðina verið þá skýtur ítrekað upp kollinum í umræðunni sú fullyrðing að siðfræði og mannréttindi eigi sér upphaf í Biblíu kristinna manna.
Til að hrekja þá fullyrðingu má í fyrsta lagi nefna að þrátt fyrir að Biblían kveði á um að maður eigi að koma fram við náungann eins og maður vill að komið sé fram við mann sjálfan þá misferst henni að taka á ýmsum atriðum sem við teljum í dag til grundvallarmannréttinda. Þ.m.t. tjáningarfrelsi, jafnrétti kynjanna og bann við þrælahaldi. Biblían er til marks um það sem taldist almenn mannréttindi á þeim tíma sem hún var skrifuð. Hún bætti engu þar við en frá þeim tíma hefur sýn okkar á þessi málefni tekið stakkaskiptum til hins betra.
Varðandi siðfræði þá benda kristnir á boðorðin, sem m.a. banna þjófnað og morð (en ekki nauðgun og mansal), og vilja meina að án þeirra hefðum við ekkert hlutlægt mat á hvað teljist siðferðilega rétt. M.ö.o. að grundvallarmat á hlutlægt siðferði liggi í boðorðunum 10. Rökvillan sem þessu fylgir sést bersýnilega ef við köfum ofan í siðferði sem slíkt. Við getum gefið okkur að siðferði fólks eigi sér annað hvort uppruna hjá æðri máttarvöldum eða byggist á algildum og ófrávíkjanlegum náttúrulögmálum. Við getum spurt hvort það að breyta rétt sé gott vegna þess að Guð sagði það vera rétt eða hvort Guð bauð okkur að breyta rétt vegna þess að það sú háttsemi sé rétt felst í eðli heimsins? Þ.e. hvort Guð sé upphaf góðs siðferðis eða ekki. Ef við göngum að því sem vísu að það sé gott að gera rétt vegna þess að Guð sagði það vera rétt, þ.e. að hann sé upphaf siðferðis, vitum við einnig að hann hefði geta gert hvað sem er að réttri háttsemi. Það væri rétt að ljúga ef Guð hefði boðið að það væri rétt að ljúga. Þá getur fólk freistast til þess að segja að guð myndi aldrei segja okkur að ljúga. En hvers vegna ekki? Guð sem er skapari himins og jarðar getur boðið hvað sem er og orð hans skilgreina hvað er rétt. Þar af leiðandi, með því að segja „X er gott“ erum við að segja „X er orð Guðs.“ Fullyrðingin Guð er góður er samkvæmt þessu þá Guð er í samræmi við orð Guðs (tilbiðjum Guð vegna þess að hann er góður skv. sinni eigin skilgreiningu á því sem gott er). Ef við aftur á móti gefum okkur að til sé hlutlægur mælikvarði á siðferði, sem felst í mati á því sem gerir samfélagið okkar að sem bestum stað fyrir okkur og börnin okkar, erum við jafnframt að segja að til sé mælikvarði á rétt og rangt sem er leiddur af eðli hlutanna en ekki orðum Guðs. Þ.e. við getum gert okkur hugmyndir um hvað sé rétt eða rangt án þess að lesa um það í Biblíunni. Með því erum við jafnframt að hafna þeirri fullyrðingu að siðferði eigi sér upphaf hjá Guði, heldur að það finnist í náttúrulögmálum sem eru honum æðri.
Þessi romsa er eingöngu til rökstuðnings fyrsta punktinum mínum en tengist ekki upphaflegu umræðuefni.
Dagbjartur G. Lúðvíksson (IP-tala skráð) 29.11.2011 kl. 19:10
Það er ansi oft litið framhjá því að innan við helmingur þjóðarinnar er kristinn skv. nýjustu skoðanakönnunum. Einnig hefur verið meirihlutastuðningur við aðskilnað ríkis og kirkju í um 20 ár og stendur í 74% núna. Hvað er jesúliðið að kvabba? Þið tilheyrið orðið háværum minnihluta sem betur fer og þjóðin hefur fengið nóg af ykkar yfirgangi í gegnum tíðina. Yfirgangi kirkjunnar er senn að ljúka og því ættu allir landsmenn að fagna. Ef þið tilheyrið þeim minnihluta þjóðarinnar sem vill innræta börnum sínum, hugsunarlaust, ævintýri um arabíska afturgöngu getið þið gert það sjálf á eigin kostnað á ykkar tíma. Hvert er vandamálið??
Reputo, 29.11.2011 kl. 19:54
Guðrún Jóhannesdóttir. Borgarstjórn er ekki að gera neina tilraun til að afnema kristna trú né að gera lítið úr jólunum. Það verður eftir sem áður trúarbragðafræðsla í skólum borgarinnar með áherslu á Kristni eins og verið hefur. Það er ekki verið að breyta trúarbragðafrðslunni á nokkurn hátt. Það er einnig heimilt að fara með börnin í kirkju og einnig að fara með faðirvorið í þeirri kirkjuheimsókna. Það eina sem er bannað er að skikka eða hvetja börnin til að taka þátt í athöfninni þar með talið að fara með faðirvorið með prestinum. Kjósi þau hins vegar að gera það sjálf án þrýstings þá banna reglur borgarinnar það ekki.
Sigurður M Grétarsson, 29.11.2011 kl. 21:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.