25.11.2011 | 23:34
Hverju skal trúa
Ég veit eiginlega ekki hvort ég trúi þessu brenndur af verkum þessarar stjórnarr hneigst ég til þess að trúa engu sem að frá þeim kemur og á það við um báða flokkana.
Skattagleði þeirra á sér engin takmörk því hef ég trú á þvi að þegar upp verði staðið komi í ljós að skatturinn verði lagður á.
Verst er að þegar skattar eru orðnir svona háir þá bregðast fyrirtæki við með niðurskurði og hvar er helst að skera niður jú í launagreiðslum því leiðir skattheimtan til uppsagna. Fyrirtækin hneigjast til að skera niður kostnað með því að útvista verkefnum til verktaka oftast í útboðum þar sem menn keppast við að bjóða hvorn annan niður og verkefnin fara á svo lágum verðum að allir vita að fyritækin geta aldrei staðið undir því og fara lóðbeint á hausinn skipt er um kennitölu og hin endalausa Íslenska hringrás heldur áfram.
Í sumum tilfellum er síðan jafnvel reynt að ráða fólk á mistakakjörum en það kalla ég þau kjör sem að kölluð eru mistök ef upp kemst að greitt er eftir þeim.
Oftar en ekki er vinnuafl sótt á ódýrari mið i krafti frjáls flæðis vinnuafls . Þetta leiðir síðan til þess að launakjör hér eru orðin útúr öllu samhengi við kostnað af því að lifa hér og standast ekki samanburð við nágranna vora.
Ætli nokkur starfsmaður í fiskeldi hér hafi 3000 kr á tíman eins og brottfluttur starfmaður sagiðst hafa í Noregi ef ég hef skilið þá frétt rétt. Launakjör hér ættu þó að geta verið sambærileg því erum við ekki að monta okkur af ódýrri orku og ekki er siglingaleiðin frá Íslandi lengri heldur en sigling frá Norður Noregi þannig að fragt kostnaður ætti að vera svipaður.
Samt sem áður er svo að lífskjör hér eru hrunin velferðar ráðherra telur best að landmenn leiti á náðir banka og lyfjafyrirtækja til að ráða við lyfja kaup og atvinnuleysi eykst stöðugt.
Þetta er allt á vakt velferðarstjórnarinnar sem að ekki getur lengur talist marktæk miðað við mun á því sem að sagt er og gert er. Því verð ég að segja að ég trúi ekki orðum Kristjáns Möller að þetta gjald sé fallið um sjálft sig og ég spái því að það verði lagt á og mörg önnur gjöld sem við vitum ekki af enn þá eða hvers vegna haldið þið að Landsvirkjun hafi verið með þær predikanir sem voru um daginn jú til að geta síðan tilkynnt hækkun um áramótin og í framhaldi hækka orkufyrirtækin.
Hvenær er næsta ferð Norrænu það er héðan.
Gjaldið fallið um sjálft sig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Jón
Það er mjög svo skrítið hvað margir trúa þessu pakki sem á að stjórna þersu blessaða landi það ég meina þessari svika stjórn það er bara eitt sem þau eru að gjöra setja þjóðina ærlega á hausin Það getur ekki verið að nokkur maður sem hefur réttlætis hugsun stutt þetta pakk nema það fólk sem hefur fengið leppi firir augun svo þau sjái ekki heldur ráfi umm sem vofur og hafi sjálfseiðingarhvöt ÞVÍ MIÐUR.
Jón Sveinsson, 26.11.2011 kl. 00:12
Hvað var það sem Kristjáni Möller fannst óskýrt ? Var hann ekki búinn að lesa frumvarp til laga um ráðstafanir í ríkisfjármálum, svokallaðan bandorm ? Þar stendur:
Breyting á lögum nr. 129/2009, um umhverfis- og auðlindaskatta,með síðari breytingum.
11. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. laganna:
a. 1. mgr. orðast svo:
Greiða skal í ríkissjóð kolefnisgjald af kolefni af jarðefnauppruna í fljótandi formi leiði sú notkun til losunar koltvísýrings í andrúmsloftið. Með kolefni af jarðefnauppruna í fljótandi formi er átt við gas- og dísilolíu, bensín, flugvéla- og þotueldsneyti og brennsluolíu.
b. Á eftir orðinu „kolefnisgjalds“ í 2. mgr. kemur: skv. 1. mgr.
c. Í stað fjárhæðanna „4,35 kr.“, „3,80 kr.“, „4,10 kr.“ og „5,35 kr.“ í 2. mgr. kemur: 5,75 kr.; 5,00 kr.; 5,40 kr.; og: 7,10 kr.
d. Við bætast tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
Greiða skal í ríkissjóð kolefnisgjald af kolefni af jarðefnauppruna í föstu formi leiði sú notkun til losunar koltvísýrings í andrúmsloftið. Með kolefni af jarðefnauppruna í föstu formi er átt við kol, koks, rafskaut og deig til rafskautagerðar.
Fjárhæð kolefnisgjalds skv. 3. mgr. skal vera 3,0 kr. á hvert kílógramm af kolum eða koksi í tollskrárnúmerunum 2701.1100, 2701.1200, 2701.1900, 2701.2000, 2702.1000, 2702.2000 og 2704.0000 og 3,4 kr. á hvert kílógramm af rafskautum og deigi til rafskautagerðar í tollskrárnúmerunum 3801.3000, 8545.1100 og 8545.1900.
e. Fyrirsögn greinarinnar verður: Kolefnisgjald af kolefni af jarðefnauppruna.
Rétt er að taka fram að gjöld á fljótandi kolefni hækkar skv. þessu um 32% en á síðasta ári hækkuðu þessi gjöld um 46-52% og hafa samanlagt hækkað um 92-100% á 2 árum. Gjöldin bera síðan virðisaukaskatt.
Þetta gæti ekki verið skýrara.
Jón Óskarsson, 26.11.2011 kl. 09:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.