Árans svikin

Mikið er nú fjallað um bótasvik og hvað þau kosta þjóðfélagið í heild. Ég hef ekkert á móti þessu en ég vildi þó að líka væri fjallað um önnur ásetnings brot svo sem kennitöluflakk og einkahlutafélög sem fara lóðbeint á hausin með tilheyrandi afskriftum en æææ það er audda ekki ásetningsbrot eða það er bísness.

Í fréttinni segir

"Stærri bótasvikamál eru að verða algengari og þeir sem verða uppvísir að því að hafa svikið út bætur geta þurft að endurgreiða háar fjárhæðir. Í einu tilviki var þess krafist að einstaklingur endurgreiddi 2,5 milljóna kr. ofgreiddar bætur að meðtöldu álagi"

Var ekki verið að afskrifa um daginn meira en 60 miljarða af einum einhverja 3 af öðrum og svo 2 af einum allt miljarða.

Þegar talað er um stærri bótasvika mál þegar um er að ræða 2,5 miljonir ekki miljarða hvað er þá hægt að kalla tölurnar sem menn hafa fengið burtu teknar og haldið sínu.

2,500.000,-    eða þá  60.000.000.000,- Jafnvel ég sé muninn.

Svo megumvið nú ekki gleyma því að almúgin getur verið gleymin líka kannski gleyma bara bótaþegarnir að þeir hafa aðrar tekjur það eru nú dæmi um það hjá hástétinni en kannski eru bara ekki öll dýrin jöfn þegar kemur að þessu eins og öðru .

Og ég sem hélt þegar ég las fyrirsögnina að stjórnvöld hefðu áttað sig á að hér voru framin stór svik svo stór að bótasvikin eru eins og krækiber í h..... við hliðina á því.


mbl.is Bótasvikin milljarður á ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband