Í hvað notar þá pakkið peninginn.

Ef satt er í fréttinni að

 "Í dag eru rúmlega þrisvar sinnum fleiri heimili á Íslandi í miklum erfiðleikum með að standa undir útgjöldum en á hinum Norðurlöndunum, segir í Markaðspunktum greiningardeildar Arion banka"

 Ef síðan er satt að "Mánaðarleg útgjöld íslenskra heimila vegna húsnæðis sem hlutfall af ráðstöfunartekjum eru lægri en í mörgum öðrum Evrópulöndum"

Ef hvorutveggja er satt hljótum við pakkið að nota peninginn í eitthvað annað hvað skildi það nú vera matvöru sem hækkað hefur 40% bara sem dæmi eða öll hin atriðin sem hafa hækkað ekki veit ég það en gaman væri að vita hvað eru mörg önnur Evrópulönd hvaða lönd eru þetta og svo framvegis.

Ég persónulega er búin að fá nóg af greiningum sem virðast bera það með sér að þær séu skrifaðar í fjarlægu landi alla vega af fólki sem að ekki býr við sömu aðstæður og aðrir hér á landi.

Langlundargeð mitt gagnvart greiningardeildum er að þrotum komið og álit mitt á hagfræði mentun sæist ekki í stækkunargleri ef það væri í föstu formi.

Nema náttúrulega að flatskjás pakkið sem viriðst ekki vilja borga skuldir sínar (mýta sem oft er haldið fram af einstaklingum sem að sennilega fengu miklu meira tryggt en þeim bar í hruninu) nema að flatskjáspakkið sé sá hluti þjóðarinnar sem er núna að fjárfesta í Porsce jeppum.

Þvílikt bul þjóðfélag ekki furða að 40% geti hugsað sér að flytja úr landi.


mbl.is Minni húsnæðiskostnaður hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband