Var þetta embætti ekki kallað landstjóri

"En áður en til þess kunni að koma að ríki þurfi að yfirgefa evrusvæðið gerir ályktun kristilegra demókrata í Þýskalandi ráð fyrir að settur verði embættismaður frá ESB yfir þau ríki sem glíma við skuldavanda sem hafi yfirumsjón með útgjöldum viðkomandi ríkis og endurskipulagningu. Slíkur aðili myndi hafa vald til þess að taka nauðsynlegar ákvarðanir ef ríkin reyndust ekki fær um að uppfylla skyldur sínar."

Kannski að úrslit seinni heimstyrjaldarinnar séu í raun ekki komin í ljós enn þá og í raun hafi bara tapast  orusta Því væri þetta í gildi núna þá væri komin landstjóri yfir Grikkland Ítalíu Írland og bráðum Spán.

Ég hef nefnilega haldið að í lýðræði kysi fólk yfir sig stjórn góða eða slæma í einræði er settur stjórnandi yfir þjóðir eða þeir setja sig yfir þjóðir sjálfir og þeim er yfirleitt ekki hægt að bylta.


mbl.is Ríkjum verði gert kleift að yfirgefa evruna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband