4.11.2011 | 10:35
Helvítis launafólkið enn og aftur
Allt er nú okkur launafólkinu að kenna og þeim stórkostlegu launahækkunum sem að samið var um og ná ekki að tryggja fólki lágmarksframfærslu á samningstímanum. Þetta er greining Seðlabankans á vandanum.
Mín greining á vandanum í ríkisfjármálum er að þar séu allt of margir starfsmenn og margir á alltof háum launum með alltof mikin lífieyrisrétt miðað við framlegð í þjóðarbúskapin. Lausn mín á þeim vanda er ekki að hækka vexti heldur að fara í raunverulega endurbót á kerfinu og skera það niður með uppsögnum og það ofanfrá en ekki að reka ræstitæknirinn og kalla það gott dagsverk.
Það mætti líka fara aðra leið að markinu og bjóða viðkomandi að starfa áfram á þeim launakjörum og eftirlaunum sem að landmönnum almennt er boðið og síðan mætti athuga eftir ca 10 ár hvort að viðkomandi væri enn þeirrar skoðunar að hér væri vandamálið of hðá laun almennings.
Jóhanna og Steingrímur vinna þó að lausn vandans frá því sjónarhorni séð því innan ekki langs tíma verður allt launafólk á Íslandi flutt úr landi
Hvernig datt ykkur þetta í hug? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Jón Aðalsteinn. Sammála þessum góða pistli þínum. Framtíðarstefnan virðist vera, að gera Ísland að þrælaeyju. Fyrst þarf bara að losa sig við launafólkið, með öllum ráðum.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 4.11.2011 kl. 10:55
Það verður kannski ofaná, eins og einn þingmaður rússa vildi gera Ísland að fangaeyju fyrir hættulega glæpamenn, vona nú samt að það verði ekki örlög eyjunnar okkar fögru.En þetta er góður pistill hjá þér Jón, mér finnst vanta meiri jöfnuð i þessu þjóðfélagi öll störf eru mikilvæg, og mörg störf sem eru illa borguð eru þannig að þau ættu í raun að vera hærri en Bankastjóralaun. Tökum dæmi, maður þarf kannski kafa ofaní skítaþró eða, eða fara ofaní lest á skipi með úldin loðnufarm, og vera dregin upp meðvitundarlaus, eða jafnvel dauður. Á meðan situr Bankastjórinn í fínum rándýrum fötum í hlíunni og reiknar út hvað mikið kemur nú inn fyrir þennan farm. Hann er á 10 sinnum hærri launum, er þetta sanngjarnt, finnst einhverjum það, ekki mér!!!Þetta er verra en það var þegar Danir réðu hér ríkjum.
Eyjólfur G Svavarsson, 4.11.2011 kl. 11:45
Í annari málsgrein kemur berlega fram, hvað er að gerast. Það er verið að breyta samfélaginu í kommúnistaríki.
Það sita kommúnistar í ríkisstjórn og það sita kommúnistar í stjórn Seðlabankans. Alræði öreigana er í augsýn, með öllu því lostæti og kvalræð sem því fylgir. Að hoppa 30 ár aftur í tímann er tær snild Þökk Jóhönnu, Steingrími J. og pakkinu sem þeim fylgja.
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 4.11.2011 kl. 14:40
Það var nú frægt þegar Már vildi hærri greiðslur fyrir sín störf:
http://www.visir.is/johanna--mar-a-ad-taka-thau-laun-sem-eru-i-bodi/article/2010286369542
...og einhvernvegin tókst Jóhönnu að draga Davíð Oddsson inn í umræðuna og kenna honum um eitthvað.
Þeir ættu kannski að ganga á undan með góðu fordæmi áður en þeir fara að vanda um fyrir öðrum.
Njáll (IP-tala skráð) 5.11.2011 kl. 06:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.