Á Austurvelli í kvöld.

Ég mætti á Austurvöll í kvöld ásamt ca 1000 öðrum til að sina það í verki að ég er óánægður.
Ég var óánægður með mætinguna þúsundir manna mæta í gleðigöngur á kvennafrídag menningar nótt og fleiri viðburði sem í sjálfu sér eru góðra gjalda verðir en eru þeir merkari en framtíð barnanna okkar.
Hvar voru þau prósent landsmanna sem eru atvinnulausir hvar voru þeir 26000 sem eru komnir í alvarleg vanskil ég sá þá ekki. Ég leyfi mér að spyrja hvort að hluti atvinnulausra hafi verið í vinnunni sem sagt er að stunduð sé á bak við tjöldin og hvort að sumir skuldugir séu kannski ekki svo illa settir vegna þess að 110% leiðin hafi hugnast þeim ágætlega eftir að búið var að færa bílinn og sumarbústaðinn á börnin eða fyrirtækið.
En þetta er bara brot af þeim fjölda sem er í þessari stöðu og það er íhugunar efni að ekki fleiri láti sig framtið þá sem að við ætlum að búa börnunm okkar í þessu þjóðfélagi sig varða.

Það er síðan athyglisvert að heyra hvað stjórnmálamenn segja um ástæður þess að við komum á völlinn og enn athyglisverðara að sjá sigurbros Jóhönnu þegar hún gaf í skyn í fréttum kl tíu að stjórnin myndi lafa áfram með stuðningi Guðmundar Steingríms og Hreyfingarinnar vegna ástar annars þeirra á ESB og hins á að koma í gegn stjórnarskrársmálum samkomu sem kjörin var af örhluta þjóðarinnar og dæmt ólögleg af Hæstarétti. Þetta alla vega las ég úr greinilegri gleði hennar í viðtalinu. 

En hvers vegna mætti fólk ég get ekki svarað fyrir aðra en ég mætti ekki til að mótmæla fjórflokknum eða öðrum hlutum sem eru ekkert nema hlutlægir hlutir og hafa ekkert með ástandið að gera.

Ég mætti til að mótmæla því að ekkert sé gert í því að setja þak á verðbætur svo að hver einasta efnahagsaðgerð kemur til með að auka greiðslubyrði lána okkar.
Til að mótmæla því að afskrifaðir eru miljarðar af fyrirtækjum sem ættu að fara í gjaldþrotaskipti og þau síðan oftar en ekki afhent sömu eigendum aftur og keppa á samkeppni markaði við fyrirtæki sem hafa verið svo óheppin að standa í fæturnar borga skuldir sínar og skila sínu til þjóðfélagsins,
Ég mætti til að mótmæla kerfi sem að veldur því að einstaklingur fær 1,2% vexti á séreignarsparnað sinn meðan að lán sama einstaklings hjá sama lánafyrirtæki ber yfir 12% vexti.
Ég mætti til að mótmæla því að fyrirtæki sem þjóðin átti og voru seld en aldrei borguð skuli ekki hafa verið færð í eigu þjóðarinnar aftur.
Ég mætti til að mótmæla því og krefjast þess að fá að sjá hvort satt er að lánasöfn hafi verið færð til nyrra banka með miklum afslætti og að sá afsláttur hafi verið látinn ganga til kröfu hafa.
Ég mætti til að mótmæla því að allt sem að forsætisráðherra lofaði eftir mómæli síðasta árs hefur verið svæft í nefnd og stendur enn óefnt.
Ég mætti til að mótmæla því að svo virðist sem að kenna eigi einum ráðherra um bankahrun heillar þjóðar og að einn ráðuneytisstjóri eigi að axla ábyrgð á þvi allir aðrir eru komnir á fullt aftur og hafa aldrei hætt.
Ég kom til að mótmæla getuleysi virðingarleysi og hroka stjórnvalda gagnvart fólkinu í landinu.

Ég kom ekki til að mótmæla fjórflokknum enda getur hann ekkert gert mér það er fólkið sem vinnur vondu verkin ekki eitthvað sem kallað er fjórflokkur og virðist vera notað eins og sögur af tröllum og forynjum voru notaðar til að hræða börn á árum áður svo að þau færu nú ekki að gera neina vitleysu.

Ég kom til að mótmæla þessu og því að eftir þeim tölum sem að ég hef séð hefur sparnaður í stjórnsyslunni verið í myflugu mynd meðan að heilbrigiðskerfið er skorið niður við trog.

Hvað vil ég.
Ég vil að þing sé rofið ég vil untanþingsstjórn til vors og kosningar til Alþingis um leið og forsetakosningar.
Utanþingstjórn sem hefur það eytt að markmiði að koma heimilum og fyritækjum á réttan kjöl og leiði þjóðina úr þeirri sjálfheldu sem hún er komin í.
Utanþingstjórn undir forustu okkar fyrrverandi dómsmálaráðherra skipuð fólki sem ekki er hagsmunatengt núverandi valdhöfum og fjármálakerfi.

Kalla mætti til erlenda sérfræðinga til ráðgjafar um endurreisnina sérfræðinga sem ekki eru tengdir núverandi kerfi sem þarf að brjóta upp.
Þetta myndi gefa nýjum öflum tækifæri á að koma fram og kynna þær leiðir sem þeim hugnast okkur til betri framtíðar og gömlum öflum tækifæri á að hreinsa til í sínum ranni því hvort sem að fólki líkar það betur eða verr þá er hluti reiðinnar vegna þess að enn er þar innan dyra fólk sem að var þáttakendur í þeirri atburðarrás sem að leiddi að lokum til algjörs hruns.
Ég hef ekkert á móti þeim einstaklingum og er maður fyrirgefningar en meðan hinn almenni borgari sér árangur áralangrar vinnu verða að engu fyrir framan nefið á honum og  þarf sér á eftir afkomendum sínum úr landi en leikendur í hruninu halda áfram eins og ekkert hafi í skorist, þá er stund fyrirgefningar ekki runnin upp.

Sem þátt í sparnaði og endurreisn mætti síðan setja lög um það að þingmenn þjóðþingsins sem að myndu missa vinnu sína vegna þessarar aðgerðar og ættu þar af leiðandi rétt á biðlaunum fengju laun sem að tækju mið af atvinnuleysisbótum þeim sem þeir hafa skapað þegnum sínum þau biðlaun væru síðan tekjutengd eins og þau hin sömu stjórnvöld hafa tekjutengt allt sem snýr að þegnunum og þannig stuðlað að því að tortíma sjálfsbjargarviðleytni og stóreflt svarta hagkerfið.

Það varð síðan ekki þingmanni einum til framdráttar í huga mínum þó hann benti mér á að ég væri eins og þjóðin orðin allt of feitur og það hefði verið miklu verra fyrir svona ca 100 árum síðan.

En nóg að sinni um ástæður þess að ég mætti á Austurvöll í kvöld.


mbl.is Samstaða á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; Jón Aðalsteinn, jafnan !

Við vorum komnir; nokkrir félagarnir, um kortéri í 8, á Austurvöll - og virtist þátttka ætla að verða; nokkuð góð.

Um 9 leytið; sýndist mér, all nokkuð rými laust á vellinum, reyndar.

En; eru ekki Jemenskar og Sýrlenzkar aðferðir, næstu skref, Jón minn ?

Að; óbreyttu - vel, að merkja ?

Með beztu kveðjum; af vestanverðu Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.10.2011 kl. 23:50

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Takk þú mættir á þínum forsendum og þær eru nægar!

Flottur Óskar Helgi.

Sigurður Haraldsson, 4.10.2011 kl. 01:36

3 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Þetta var mjög flottur viðburður - Ég gleymdi eyrnatöppunum og það hvinur þokkalega í eyrunum í kvöld.

Mun fleiri hefðu mátt mæta, en ég er hræddur um að fólk sé orðið vonlítið um að liðleskjurnar á alþingi geri nokkuð í þessum húsnæðismálum. Steingrímur J. tók fram í gærmorgun í útvarpinu að fólk ætti að sætta sig við orðinn hlut og taka því sem að þeim væri rétt í stað þess að heimta meira.

Niðurfelling skulda hjá fólki nemur um 2% (fyrir utan ólöglegu gjaldeyrislánin sem bankarnir komust refsilaust frá því að veita). Ætli Steingrími finnist það ekki gott mál bara að fella niður 75 milljarða hjá 14 fyrirtækjum en aðeins 30 milljarða hjá 30.000 heimilum. Segir sitt um hversu langt róttækasti flokkurinn á þingi er reiðubúinn að ganga. Ekki eigum við von á betra frá restinni af þingmönnunum.

Rúnar Þór Þórarinsson, 4.10.2011 kl. 05:39

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Utanþingsstjórn strax!  En ekki gamla íhaldsskarfa takk, heldur vel menntað fólk sem þekkir aðstæður og kann að bregðast við. Enga pólitík.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.10.2011 kl. 08:56

5 Smámynd: Benedikta E

Sælir strákar - Ég var á Austurvelli bæði á laugardaginn og í gærkvöldi mínar forsendur eru að gera ógnarstjórn Jóhönnu óbærilegt að hanga lengur á stólunum.Þau hafa fengið sitt tækifæri til að sýna að þau ráða ekki við það verkefni sem er þjóðinni til velferðar - þjóðarhagur er ekki á verkefnaskrá þessarar ríkisstjórnar þess vegna vil ég hana frá - STRAX - Það verður að stöðva þennan spillingarspíral sem Jóhönnu óstjórnin viðheldur. - Ég vil utanþingstjórn til 1árs sem skipað er í af forseta Íslands - samkvæmt stjórnarskrá. Kosningar að þeim tíma liðnum - Verkefnamiðaða utanþingstjórn eins og þú talar um Jón - Heimilin - nauðungarsölur verði stöðvaðar - skuldavandi heimilanna verði leiðréttur - það sem oftekið hefur verið af fólki verði skilað  - Hreinsað verði út úr bönkunum frá toppi og niður á gólf og starfsemi þeirra endurskipulögð þannig að þeir verði þjónustubankar en ekki handrukkara stofnanir með ofsóknum á fólk og heimili þeirra - smá og meðal stór fyrirtæki - Atvinnumálin - skattamálin - Lífsskilyrði fyrir fólk verði bætt þannig að fólksflóttinn úr landi stöðvist.Ef það þarf sterkari meðöl en mótmælin hafa verið til að strjúka glottið af Jóhönnu og hennar fylgdarliði  þá verður svo að vera - burt með þau - STRAX - það er þjóðarhagur.

Benedikta E, 4.10.2011 kl. 09:51

6 Smámynd: Benedikta E

Sæl Ásthildur - Ég treysti forseta vorum vel til að skipa hæft fólk í utanþingstjórn ef hann teldi einhverja fyrrum stjórnmálamenn hæfa til þess verks þá það - aðal málið er að þeir valdi því verkefni sem þeir eru fengnir til að leysa - það þarf ekki að vera kynjakódi - Aðeins hæft fólk.

Benedikta E, 4.10.2011 kl. 09:59

7 Smámynd: Benedikta E

Svo er þingið starfandi með utanþingstjórn og það þarf að samþykkja skipan forsetans svo hann er ekki einráður.

Benedikta E, 4.10.2011 kl. 10:01

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Snöfurmannlega skrifað Benedikta, tek undir hvert orð í þínu svari hér að ofan.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.10.2011 kl. 10:11

9 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Þakka innlitinn
Ásthildur geta gamlir íhaldsskarfr ekki verið vel menntaðir og eru þeir eitthvað verri en annað fólk ?.
Við skulum muna eitt það var vel menntað fólk sem að olli hruninun afskaplega velmenntað í æðstu menntastofnunum menntunarskortur olli ekki hruninu. Og þetta vel menntaða fólk var ekki íhaldsamt heldur þvért á móti það var frjálslynt.
Gamlir íhaldsskarfar fara sér nefnilega hægt og gera ekki breytingar breytingana vegna þeir hafa gömlu gildin í heiðri og breyta þeim bara ef til bóta er.

Svo við skulum láta gamla íhaldskarfa eiga það sem þeir eiga og ekki kenna þeim um eitthvað sem að þeir eiga ekki þátt í.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 4.10.2011 kl. 11:07

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Auðvitað Jón ég tók bara svona til orða, en af því að þjóðin er að krefjast endurnýjunnar og nýrra vinnubragða, þá finnst mér það ekki við hæfi að kalla inn gamla pólitíkusa sem hafa stundað nánast sömu vinnubrögð og eru að birtast okkur á alþingi dagsins í dag, þetta eru nefnilega ekki ný vinnubrögð, heldur hefur þetta staðið árum saman. 

Ertu nokkuð búin að gleyma ráðningum dómara í tíð fyrrverandi dómsmálaráðherra? að vísu vék hann sjálfur sæti í málum bæði Jóns Steinars og sonar og frænda Davíðs, en það var bara leikur.  Spillinginn er grasserandi í þessum gömlu æðum langt aftur. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.10.2011 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband