3.10.2011 | 11:16
Helgreip heimahaga
Það virðist ekki vera nóg að flytja til annarra landa til að losna undan helgreipum Íslenskra heimahaga og þeim ósiðum sem þar stundaðir eru með fullum stuðning stjórnvalda og launþegahreyfingarinnar að mínu áliti.
Ég bendi þeim sem að halda að þetta hafi eitthvað með Noreg eða norska atvinnurekendur að gera að Googla þetta fyrirtæki og staðsetningu þess. En ég sé ekki betur en sé það gert en að það sé alíslenskt.
En það er gott að vita að þetta sé allt misskilningur eins og haft er eftir verkefnastjóranum en hann segir að "vissulega séu greidd lág laun en það stafi af misskilningi"
Mig furðar hver misskilningurinn það er ekki hægt að miskilja launaupphæðina menn í fyrirtækjarekstri hljót að hafa gott verð skyn og vita að upphæðin er lág meira að segja á Íslenskan mælikvarða.
Var miskilningurinn kannski fólgin í því að menn héldu að þeir kæmust upp með þetta í Noregi eins og þeir virðast komast upp með hér heima.
Ég vona að Norska vinnueftirlitið taki á þesu máli af fullri hörku og sýni þeim og öðrum Íslenskum ryrirtækjum að það borgi sig ekki að hefja útflutning á þessari sérþekkingu frá Íslandi það er ljóst að mínu viti að ekki gera neinar Íslenkar stofnanir það.
Landar mínir sem flúið hafa land og vinna erlendis fjarri heimahögum eiga það ekki skilið að heimahagarnir elti þá út yfir gröf og dauð og riðlast sé á þeim hvert sem þeir fara.
Þetta er því alíslenskt mál en hefur ekkert með Norskt siðferði að gera eins og sumir vilja halda
Unnu í Noregi fyrir lúsarlaun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mikid er ég sammála thér Jón, sér íslendst `BARA ad ÉG graedi nógu mikid SJÁLFUR`svína á og pretta nógu mikid. kv.
Gunnlaugur H Gunnlaugsson, 3.10.2011 kl. 12:13
Sammála þér Jón. Skemmst er að minnast þess þegar Sjómannafélagið tók fram fyrir hendurnar á íslensku starfsfólki í Norröna sl vor og samdi það niður um 30-35% til þess að fá félagsgjöldin og skattarnir rynnu í ríkissjóð.
Ég vinn í Noregi sem múrari hjá norsku fyrirtæki. Launin eru 170 NRK á dv.tímann + 12% orlof. Þetta eru ekki há laun fyrir iðnaðarmann á norskan mælikvarða, þannig að launin sem fréttin greina frá þykja skelfileg í Noregi.
Magnús Sigurðsson, 3.10.2011 kl. 14:30
Djöfull ætlum við að drulla lengi yfir okkur sjáf eða réttara sagt láta drulla yfir okkur!
Sigurður Haraldsson, 3.10.2011 kl. 14:46
Þetta er eiginlega bara sorglegt og ég hef heyrt af fleiri dæmum í dag. Það virðist vera í lagi að misnota launþega
Jón Aðalsteinn Jónsson, 3.10.2011 kl. 15:53
Sæll Jon! Tad er satt hjå ter ad islenskt atvinnurekandasidferdi er ekki uppå marga fiska, vonandi fyrir tetta fyrirtæki ad teir hafi ekki fengid "rangar" upplysingar um verkid. Islenskir piparar sem eg hef talad vid her i Norge hafa ,sem launamenn ,200 til 225 kr. norskar per timann + orlof. Ad madur turfi ad skammast sin fyrir svona "lusera" nog er nu samt. En svo må spyrja hvar eru islensku stettarfeløgin , eru forrådamenn teirra enn ad fagna sidustu samningum å Islandi. Tad å ad vera hægt ad spyrja sitt fagfelag um laun i ødrum løndum ån mikilla åtaka. Forystumenn fagfelaga eru kannski enn ad eta vøflur med rjoma. Kvedjur frå Norge
einar olafsson (IP-tala skráð) 3.10.2011 kl. 16:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.