Laugardagurinn 1 Oktober

Það verður fróðlegt að sjá hvernig verður mætt á morgun ég ætla að mæta þó að athöfninni hafi verið flýtt og ég hvet sem flesta til að mæta og mótmæla friðsamlega. Að mínu mati væri réttast að mótmæla með því að mannfjöldin snéri baki í alþingismenn í algjörri þögn meðan mótmælt væri.
Það sýndi þeim þá virðingu sem að við berum til þeirra að virða þá ekki viðlits.

Síðan á að mótmæla þegar stefnuræðan verður flutt af meiri hávaða og látum með því að berja tunnur og minna Jóhönnu á hverju hún lofaði síðast. Sé ekki eitthvað gert nú þá á stjórnin að vera farin frá fyrir áramót.

Það er engin afsökun að vitna alltaf í hvort við viljum fá hrunflokkana til valda það á ekki að gleyma því að Samfylkingin er ein af þeim. Það er líka ljóst að vér landsmenn erum algjörlega sammála því sem að kemur fram í atvinnustefnu stjórnvalda sem vilja alltaf eitthvað annað. Við viljum eitthvað annað við stjórnvölin núna.

Morgun dagurinn verður merkilegur og fróðlegt að sjá hvað margir mæta því að verði ekki góð mæting þá er ljóst að fólk vill hafa þetta svona og á að hætta þesu nöldri því að ef þeir sem eru að berjast fyrir okkur til að ná fram sjálfsögðum rétti okkar fá ekki stuðning þá er baráttan til lítils.

Svo þið sem eruð atvinnulaus óánægð með afkomu ykkar og aðgerðarleysið óanægð með allt það sem hefur gengið á mætið núna og synið það ef að þið gerið það ekki þá þyðir það að þið eruð ánægð með ástandið eða það löt að þið ætlist til að aðrir lagi það fyrir ykkur.

Mótmælið síðan friðsamlega og synið Alþingismönnum að við berum meiri þroska en þeir


mbl.is Hvetur til friðsamlegra mótmæla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Flottur pistill og algjorlega sammäla. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.9.2011 kl. 23:01

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já ég er sammála Ásthildi. Ég ætla að mæta á morgun og förum við nokkur saman.  Mér líst mjög vel á þá hugmynd að allir snúi baki í Ríkisstjórnina og hunsi hana þannig. Mótmælin eiga að snúast um að við viljum fá kosningar núna. Með því erum við að senda Ríkisstjórninni þau skilaboð að henni er sagt upp.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 1.10.2011 kl. 01:08

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Kosningar núna og ekki neinn Sjáfstæðisflokk því það er sama gamla spillingarfarið!

Sigurður Haraldsson, 1.10.2011 kl. 09:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband