Samdráttur vegna ?

Okkur hefur verið talið trú um að vantað hafi lambakjöt í lok sumars. Átakanlegar myndir úr kjötborðum og upptalning læra í frystum verslana áttu að sannfæra okkur um neyðina. Ég tók eftir því helgina á eftir að allir frystar þessara sömu verslana voru fullir af frosnum lærum ekki kjötskortur þá helgina og sláturtíð svo nýhafinn að ekki hefur verið komið frost í skrokkana.

Ætli ástæðan fyrir samdrættinum sé í öllu kjöti nema hrossakjöti sé ekki öllu einfaldari.

Ástæðan að mínu mati er okur og það er einnig mín skoðun að aðalástæðan fyrir vilja til innflutnings á þessari vöru sé sú að menn vilji geta okrað meira á sínum eigin landmönnum. Lambakjöt er einfaldlega orðið of dýrt að ekki sé minnst á kjötið af haughoppurum. Ég skoðaði nú verð á bringum af erlendum hoppurum og ekki eru þær nú gefins enda audda Útlenskar og rekja ættir sínar til ESB sem að eykur gildi þeirra sennilega


mbl.is 15,5% minni sala í sumar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sandy

Já ég er viss um að þú hafir rétt fyrir þér í þessu. Ég fór í ódýru búð landsmanna þ.e. Bónus á föstudaginn þar sem þeir hafa verið að auglýsa 1/2 skrokka og ætlaði að kaupa en þeir voru ekki til, þá kannaði ég hvað kostaði að kaupa tæplega tveggja kg hrygg og hann kostaði tæpar 7 þús kr svo ég sleppti því að kaupa hann, keypti eitthvað smáræði og fór heim og hringdi í Krónuna, því þeir voru líka að auglýsa heila kindaskrokka, en nei þeir voru ekki til þar heldur. Svo maður spyr sig hvað er í gangi, ef það er svona sem bændur ætla að skammta kjöt út á markaðinn held ég varla að þeir geti búist við styrkjum úr almannasjóðum ég er viss um að engin út í Evrópu mundi kaupa á þessu verði ef við værum ekki að niðurgreiða kjötið erlendis. Mér þykir þetta mjög miður þar sem ég hef verið harður málsvari bænda, og vil að við hlúum að okkar innanlandsframleiðslu.

Sandy, 19.9.2011 kl. 13:25

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Þetta hefur sennilega ekkert með bædnur að gera Sandy heldur verslunina sjálfa það er hún sem að veldur þessu til að geta lagt nóg á og haldið fram að það sé skortur þetta er einfalt áróðurstrið að mínu mati til að bæta stöðu sína í því að krefjast aukins innflutnings kvóta

Jón Aðalsteinn Jónsson, 19.9.2011 kl. 15:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband