Ég efast

Get ekki að því gert en ég efast um að það sé rétt að hagsmunir neytenda séu í einhverju húfi í þessu máli. Það er nóg að rölta um veraldarvefinn og skoða verð á hinum ýmsu vörutegundum eða þá að fara í ferð til útlanda og kaupa sér vöru þar til að verða efins um að hagsmunir neytenda og verslunar hér á landi fari saman.

Ég get ekki annað en opinberað þá skoðun mína að hér á Íslandi markist verslun og þjónusta af fákeppni og því sem að ég vil kalla okri að viðbættri oft á tíðum arfalélegri þjónustu sem að sennilega kemur til af hinni sömu fákeppni.

Þetta veldur því að ég efast um að hagsmunir verslunar og almennings hér á landi fari saman.


mbl.is SVÞ: Stenst ekki ákvæði stjórnarskrár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband