Að gleyma sjálfum sér.

Ég er þeirrar skoðunnar að mannkynið sé að gleyma sjálfum sér í leitinni að hamingju og velsæld. Það að opna fyrir jólaverslun í júlí er gott dæmi um það. Jólin snúast ekki um liti á jólaskrauti þau snúast um innri frið okkur sjálf samveru með fjölskyldunni og það eru þær stundir sem standa eftir í minningunni löngu eftir að lillabláa jólakúlann sem keypt ver í Harrots er komin í ruslið öllum gleymd meðan að beyglaði járn engilinn er settur á toppinn af seinni kynslóðum sem minnast þeirra jóla þegar þeim veittist sá heiður að vera lyft upp og fengu að troða englinum á toppinn og bættu við enn einni beyglunni í sögu kynslóðana.

Mammon hefur tekið völdin og við hlaupum á eftir eins og haushögnir kjúklingar á bæjarhlaði og fyrr en við stöldrum við og veltum því fyrir okkur hvort við virkilega höfum gegnið til góðs götuna frameftir veg, fyrr en við gerum það og komumst að þeirri niðurstöðu að lífið sjálft sé virkilega þess virði að lifa því þó það verði að neita sér um jólakúlur í júli í staðin fyrir bros á vörum seinni kynslóða. Fyrr en við gerum það breytist ekki neitt.

Hverrar trúar sem við erum eða hvort við erum engrar trúar þá eru stundir eins og jól stund kærleika friðar og fjölskyldu ekki verslana framlegðar og arðs.


mbl.is Jólaverslun hafin í Lundúnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband