22.7.2011 | 13:56
Skortur á upplýsingagjöf.
Mér finnst margt af því sem erlendir láta hafa eftir sér nú um stundir benda til þess að þeim vanti upplýsingar. Frá mínum bæjardyrum séð er Íslenska aðferðin fólgin í því að bjarga fjármagninu og hjálpa til að færa eignir frá fólkinu í landinu til þeirra sem fóru afar óvarlega með fé á tímum hinar svokölluðu uppsveiflu. Eða hvað mörg fyrirtæki er nú komin aftur í eigu sömu aðila hve margir hafa þurft að axla ábyrgð og hvað hafa margar venjulegar launafjölskyldur mist allt sitt. Sé það skoðað sést Íslenska aðferðin aðferð sem að ég tel á engan hátt til fyrirmyndar og verður sennilega afgreitt í seinni tíma sögu sem ein alversta eignaupptaka sem fram hefur farið á alþýðu nokkurs lands og verður að mínu mati notuð sem skólabókardæmi um velheppnaða sjálftöku fjármagnsins í dulargervi jafnréttis og jöfnuðar.
Íslenska leiðin til fyrirmyndar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þeir eru væntanlega að vísa til þeirra 9000 milljarða sem erlendir kröfuhafar voru snuðaðir um.
En það voru ekki skuldir Íslands heldur ránsfengur alþjóðlegra glæpasamtaka sem höfðu hér aðsetur.
Guðmundur Ásgeirsson, 22.7.2011 kl. 15:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.