Vel að verki staðið.

Þetta er Ísland eins og ég kannast við það það kemur upp vandamál og það er leyst farið í verkið og það klárað án þess að sé verið að berja sér á brjóst.

Mér er til efs að einhverjir verktakar hafi getað klárað verkið á skemmri tíma þó að ferðaþjónustan hafi talið vertöku lausn á málinu.

Það hefur farið í taugarnar á mér að heyra í ymsum fjölmiðlum fjallað um málið af mismikilli þekkingu núna síðast í morgun. Það er þægilegt að sitja í einangruðum klefa laus frá því að þurfa að taka á málunum og gagnryna þaðan það sem er gert og telja sig hafa lausnir á öllu.

Næst tel ég að það eigi að bjóða þessum einstaklingum sem flest vita betur að taka þátt í verkinu næst segi ég því að það er ljóst að við munum fá annað hlaup vegur mun rofna aftur og erfiðleikar myndast sem þarf að taka á og þá eigum við að standa saman og leysa málin en ekki að gagnrýna og heimta.

Auðvitað má gagnrýna það sem miður fer en það á líka að þakka fyrir það sem vel er gert og tel ég að þessi flokkur brúarsmiða eigi Fálkaorðuna skilið fyrir framkvæmdar hraðan rétt eins og landslið okkar í handbolta því gæti ekki verið að hér væri um að ræða heimsmet í stysta tíma sem fer í brúun jökulsár. Síðan spöruðu þesir menn okkur gífurleg fjárútlát til hjálpar ferðaþjónustunni.


Verði ykkur að góðu og njótið veislunnar.

Svona í framhjáhlaupi þá eru nokkur atriði sem vert er að íhuga.

Fréttir segja að gistirymi hafi verið orðið fullt á landsvæðum þar sem að þessi atburður átti að valda stórtjóni þannig að ef farið verður að fjalla um tap þá vil ég fá það skilgreint í hverju það er fólgið.

Ferðaþjónustan selur ferðir til Íslands lands sem þekt er fyrir óbliða náttúru og ófyrirséða hluti þegar síðan náttúran talar sú hin sama náttúra og er grunnurinn að tilveru þeirra þá verður allt vitlaust get ekki að því gert að mér finnst það skondið.

Síðan má minnast þess að þessi brú var byggð af mönnum sem að hentu öllu frá sér yfirgáfu fölskyldur í sumarfríinu sínu og héldu til vinnu þetta hefur fréttamönnum ekki þótt neitt til að fjalla um. Ég veit um annan hóp sem að er í sumafríi en gleymdi að klára fullt af málum sem að skipta þjóðfélagið miklu áður en hann hélt í frí. Þessi hópur hefur ekki synt þá hollustu við íbúa þessa lands að koma aftur til vinnu og klára sín verk þó að umræddur hópur sé með lengri sumarfrí en tíðkast í skólum að viðbættum aukafráverum yfir starfstíman til að vinna vinnuna sína.

En um þennan hóp er lítið fjallað hversvegna ætli það sé gæti verið að það megi ekki bíta höndina sem fæðir?


mbl.is Grillað við Múlakvísl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinmar Gunnarsson

Eins og talað frá mínu hjarta...

Steinmar Gunnarsson, 16.7.2011 kl. 19:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband