29.5.2011 | 15:57
Flokksfundur flokksins sem týndi velferðinni.
Margt er athyglisvert í þessari ræðu og sýnist mér að okkar ágæti forsætisráðherra hafi i raun fjarlægst hinn Íslenska raunveruleika að mínu mati.
"Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að ofurlaunaliðið, fjárglæframennirnir og stóreignaelítan fái ekki að soga til sín hagvöxtinn sem framundan sé á meðan Samfylkingin fái að ráða"
Ég spyr nú bara hvaða hagvöxt en Jóhanna stendur sig vel í að halda þessum hóp niðri en um leið allri þjóðinni en ég spyr Jóhönnu hvaða hagvöxt er hún að tala um það er enginn svoleiðis vöxtur í pípunum.
Sú svallveisla var haldin undir lúðrablæstri frjálshyggjutrúboðs Sjálfstæðisflokksins. Lífskjarasóknin er framundan er verður hins vegar á forsendum jafnaðarstefnunnar.
Frábært stefnt er að því að lægstu laun nái 200 000 2014 ef ég man rétt engin smá sókn það hjá velferðarstjórninni, mér finnst einnig athyglisvert hvað gleymskan er öllu ráðandi meðal Samfylkingar bæði í ríkis og borgar. Ég mun aldrei ljá atkvæði mitt fólki sem að man ekki yfir þröskuld og það smáatriði eins og að þau voru í stjórn bæði ríkis og borgar. Síðan ef svo er að það hafur verið svall í gangi veit þá Jóhanna af því og Samfylkingin vegna þess að þau voru kannski þátttakendur.
Nú er bara galað það er allt hinum að kenna. Mér finnst oft gott að ég á fáa vini af þessu kaliberi vini sem að eru bara vinir manns þegar vel gengur og hægt er að hafa gott af manni.
Lífskjarasóknin er nú hafin og framundan eru gríðarlega mikilvæg og spennandi verkefni sem flest eru komin vel á veg. Ekkert bendir því til annars en að okkur muni takast það ætlunarverk að nýta vel það sögulega tækifæri sem ríkisstjórnarsamstarf Samfylkingarinnar og Vinstri grænna er, sagði Jóhanna."
Mér er næst skapi eftir að lesa síðustu málsgreinina að háttvirtur forsætisráðherra hafi flutt úr landi og sé núna búsett í Kanada.´
"Var Jóhönnu klappað lof í lófa eftir að hún lét ummælin falla."
Það hefur verið viðtekin venja valdastétta í gegnum tíðina að klappa sjálfu sér lof í lófa´og á því er enginn breyting. Sjálfsánægja og sjálfshól hefur aldrei riðið við einteyming menn og konur klöppuðu fyrir Stalin, Franco, Dolla, Caligula, Nero og mörgum öðrum þangað til að það fékk sigg í lófana, á því verður seint breyting.
Ofurlaunaliðið fær ekki að soga til sín hagvöxtinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.