12.5.2011 | 12:11
Alþingi.
Ef að söguskilningur minn byggður á bóklestri og Hollywood myndum er réttur þá tíðkuðust í Rómaveldi hinu forna bakstungur miklar sem hluti af valdabaráttunni þetta mátti meðal annars sjá í meðalgóðri útgáfu af Ben Húr í Stöð 2 nýlega. Húr sem var nú reyndar kallaður Hur í kynningu þeirra þátta eyrum mínum til mikils ama anda alin upp við Húr.
Ástæða þess að ég minnist á þetta er hið hulda glímubragð háttvirt ráðherra lagt til háttvirts þingmann Ásmundar Einars. Bardagalistinn gerist ekki betri og er bragðið fagur vitnisburður samheldninnar, samstöðunnar og viljans til að einbeita sér að endurreisninni og því að bjarga fólkinu í landinu, það er vitnisburður um þann anda sem að ríkir við Austurvöll.
Þessi andi kristallast varla betur en í eftirfarandi orðum ráðherra.
Sem að mínu mati er nú að vísu ekkert annað en högg undir beltisstað en það er mín skoðun.
Hann segir
Ég held að við getum í þessum þingsal, nema ef til vill eitt, verið sammála um að þeir samningar sem þjóðin felldi nú, voru betri en samningurinn frá því í ágúst 2009. Ásmundur Einar Daðason greiddi atkvæði með þeim samningi en síðan gegn samningnum sem felldur var nú síðast í þjóðaratkvæðagreiðslu," sagði Árni Páll.
Þetta er rétt en að mínu mati sett fram sem háðung í garð Háttvirts þingmanns.
Ráðherra ætti heldur að vekja athygli á því að ólíkt mörgum öðrum þingmönnum hefur Ásmundur kannski vitkast eða hvað má segja um þá þingmenn sem einum rómi hafa greitt öllum ólögunum atkvæði sitt og ávalt lagt höfuðið á höggstokkinn að betra yrði það ekki og að hér færi allt til vítis ef ekki yrði borgað
Hvað um þá þingmenn og hvað um þann flokk sem að hefur ávalt einum rómi, ef eg man rétt samþykkt öll Icesave ólöginn.
Ég ég held að ráðherra ætti að lýta nær sér og sínum.
En gott væri að ólögin yrðu numin úr gildi enn betra væri þó að yfirmaður viðskipta í landinu sæi til þess að ein aðferð gilti í landinu við að reikna út eftirstöðvar lána.
Kannski að best væri að útgerðarmenn tækju yfir fjármálastofnanir þá stæði kannski ekki á VG og Samfó að hjóla í þær og rétta hlut þjóðarinnar á fleiri sviðum en einu.
Engin Icesave-innheimtubréf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Jón Aðalsteinn. Þarna opinberaði Árni Páll Árason hversu þröngsýnn og ómerkilegur hann er. Að reyna á svona ómerkilegan hátt að gera lítið úr Ásmundi Einari segir mest um Árna Pál, sem aldrei hefur vitað eða skilið hvað þetta Icesave-bull snerist um. Hvað þá um önnur mál?
Og ef Árni Páll Árnason er jafn illa að sér um öll önnur mál eftir 2 ár á þingi, þá er víst eins gott að hann fari að pakka niður sínum föggum og fari úr ráðherrastól! Því það dylst nú engum hversu illa hann er að sér um raunveruleikann!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 12.5.2011 kl. 13:30
Árni Páll sem treystir glæpasamtökum til að ákveða sjálf hvað þau megi innheimta af fólki...
Árni Páll sem vildi sjálfur samþykkja fyrsta og versta IceSave samninginn...
Ásmundur Einar er þó allavega búinn að stíga í vitið í millitíðinni, batnandi mönnum er best að lifa.
Guðmundur Ásgeirsson, 12.5.2011 kl. 13:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.