Við viljum vera í stjórn skítt með málefnin

Ég veit ekki hvort að ég er einn um að fylgjast agndofa með þeim ályktunum sem okkur berast frá flokksfélögum varðandi fyrst Lilju og Atla og nú Ásmund.

Mér finnst þetta sérstaklega athyglisvert varðandi Ásmund því að hann mótmælir því að ekki sé farið eftir stefnumálum þeim sem að hann var kosin til að framfylgja á þingi.

Ég viðurkenni að mér finnst flokksfélögin ansi berrössuð þegar þau koma með svona yfirlýsingar. Hvernig væri að byrja á því að vísa einum þingmanni úr VG það er þingmanni sem að kom úr öðrum flokki ef fólk er samkvæmt sjálfu sér þá virkar það í báðar áttir og flokkar taka þá ekki á móti undanvillingum annarra flokka með opnum örmum heldur benda þeim á að segja af sér svo varamenn þeirra geti tekið við. Sem að vísu myndi valda því að stjórnin væri minnihlutastjórn.

Síðan þurfa hin ágætu flokksfélög að svara því hvort að setan í stjórninni og aðgangur að kjötkötlunm sé meira virði en málefnin ég verð að segja það sem enginn meðreiðarsveinn Ásmundar í skoðunum að hann er maður að meiru fyrir að standa á þeim málefnum sem hann var kjörin til að fylgja eftir.

Aðrar aðfarir að honum eins og að hann mætti illa á fundi og geldingartanga aðförinn dæma sig sjálfar og segja meira um þá sem að standa fyrir þeim en dalabóndann.

Ásmundur á virðingu mína fyrir það sem hann hefur gjört

 Sá sem klambraði saman orðin um "að verja þann góða árangur sem náðst hefur í endurreisn landsins eftir hrun frjálshyggjunar" sá einstaklingur hlýtur að vera löngu fluttur til Noregs eða Ástralíu hann alla vega býr ekki hér nema þá að frjálshyggjan hafi dáið á Snæfellsnesi.
Hér fyrir sunnan lifir hún nefnilega enn pattaraleg innan við skjaldborgina sem stjórnvöld hafa slegið utanum hana.

Frelsið hafa þau hin sömu stjórnvöld tekið frá lýðnum en honum er allt bannað nema það sé sérstaklega leyft. Eða hvað er það annað en frjálshygga að hafa fullt frelsi til að ganga að eigum fólks þó búið sé að dæma þær aðfarir ólöglegar. það er frelsi fjármagnsins að mínu mati og því frjálshyggja í boði hinnar svokölluðu velferðarstjórnar og ansi erfitt að kenna Sjálfstæðismönnum um. eða einhverri ýmyndaðri frjálshyggju sem aldrei var til en er notuð til að koma upp leiktjöldum til að hylja spillingu sem heltók allt kerfið frá toppi til táar svo mikilli að það þarf að rífa tréð upp með rótum áður til að hægt sé að gróðursetja nýtt og það finnst mér dalabóndin vera að reyna.
Ég vildi samt óska  þess að hann væri frekar mín megin í pólitík það væri gagn að baráttumanni sem fylgir sannfæringu sinni.

Kv

 


mbl.is Vilja að Ásmundur Einar segi af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Það verður að viðurkennast að ég gæti hugsað mér að styðja þau þrjú sem núna eru farin úr þingflokki VG. Þau styðja stefnu VG enda kosin til að fylgja þeirri stefnuskrá sem lá frammi fyrir síðustu Alþingiskosningar. Sú stefna sem þingflokkur VG fylgir er á engann hátt stefna sem tilheyrir VG.

Ég mótmæli því ákvörðunum þeim sem flokksfélög í Stykkishólmi og mínu gamla flokksfélagi Grundarfirði viðhafa. Þessar ákvarðanir flokkfélaganna er ekki í anda VG þar sem þau eru að byðja um breytta stefnu með því að vilja fylgismenn eginhagsmuna og einstefnuflokks samfylkingarinnar en ég hef alla tíð verið á móti þeim flokki.

Með kveðju

Ólafur Björn Ólafsson

Fyrverandi stjórnarmaður í félagi VG Grundarfirði.

Ólafur Björn Ólafsson, 24.4.2011 kl. 13:34

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Þakka innlitið ég er sammála þér með að þau styðja stefnuna sem er virðingarvert því ef menn styðja ekki stefnuna sem þeir eru kosnir út á þá eru kosningar ómarktækar. Í þessu tilfelli er svo miklu meira en um smá tilslökun að ræða. Ég næstum ljáði VG atkvæði mitt vegna andstöðu þeirra við ESB en það hefði leitt til þeirra viðræðna sem nú eru í gangi ef ég hefði gert það. Óásættanlegt að mínu mati og þau þrjú eiga heiður skilið fyrir að standa á sínu.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 24.4.2011 kl. 13:48

3 identicon

Svæðafélög Vinstri Grænna, í hið minnsta virðast ekki skilja eða þekkja stjónaskrá Íslands þegar hún fjallar um setu þingmanna á Alþingi og hvar hollusta þeirra liggur.

Þórður Runólfsson (IP-tala skráð) 24.4.2011 kl. 13:54

4 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Nú er svo komið að ég bý á Suðurnesjum í dag og því í kjördæmi Atla og hef ég sent á svæðisfélag VG hér í skilaboð þar sem ég mótmælti þeirri ákvörðun svæðisfélagsins að óska eftir því að Atli segði af sér.

Þingmenn eru svo einungis bundnir við sannfæringu sína en ekki "foringjaræðið" sem nú er viðhaft á Alþingi...

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 24.4.2011 kl. 14:15

5 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Ef þeir þingmenn Vg sem eru tilbúnir að standa við þau gildi sem þau lofuðu fyrir kosningar eru reknir úr flokknum þá deyr flokkurinn drottni sínum þegar þátttöku í þessari ríkisstjórn lýkur. Það sem eftir mun standa eru "drangar" eins og Ásmundur Einar sem fólk mun flykkjast um fyrir næstu kosningar. Kannski er það þess virði að halda þessari ríkisstjórn gangandi næstu tvö árin til að þetta megi gerast og hægt verði að losa sig við ýmsa óværu úr Vg og örðum flokkum og lyfta íslenskri pólitík framtíðarinnar á hærra plan en hún hefur hingað til verið á....?

Styðjum við bakið á efnilegum þingmönnum sem standa við sannfæringu sína og þau verk sem þeir voru kosnir til....

Ómar Bjarki Smárason, 24.4.2011 kl. 20:54

6 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Sammála öllu því sem her er sagt við verðum að finna dranganna og flykkja okkur um þá hvar í flokki sem við stöndum því að allar þær stefnur sem í gangi eru eiga rétt á sér það er bæði til hægri og vinstri en það moð sem hér hefur verið í gangi á ekkert skilt við stefnur nema þá helst eiginhagsmunastefnur og mál er að linni

Jón Aðalsteinn Jónsson, 24.4.2011 kl. 22:22

7 Smámynd: Sandy

Ég er algjörlega sammála ykkur. Það er búið að lýðast of lengi í pólutík að loforð sé eitt og efndir annað.

Sandy, 25.4.2011 kl. 09:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband