Ekkert breytist

Ég hef verið verið utan bloggs, það er einhver breyting í rafrásum hér sem veldur því að venjubundin leið á bloggið hefur ekki virkað og þar sem her er um sjúklega vanafastan mann að ræða þá hefur ekki heyrst hósti né stuna úr horni þessu í langan tíma.

Í raun var ég fegin að eiða tíma utan við hið daglega argaþras og horfa á dagana líða  eins og frá annarri vídd. En allir góðir draumar enda og ef að maður fer ekki yfir móðuna miklu í hamingjulandið þar sem sennilega er aldrei vinstri stjórn þá er manni kippt niður á jörðina aftur í blákaldan veruleikann.

Ég skipti yfir í Firefox og kem skeiðandi til baka inn á völlin eins og peð í skák vill ekki segja riddari vegna langvinnar andúðar minnar á hestum og þeirrar skoðunar minnar að þær skepnur séu best geymdar tímabundið í tunnu ásamt sjávarsalti þangað til þeirra tími er komin.

Komin í samband aftur sé ég fljótt að ekkert hefur breyst hvorki á Suðurnesjum né annarstaðar stjórnvöld eru enn upptekinn í hinum meiri málum og hafa unnið að við að styrkja skjaldborgirnar um það sem stendur þeim næst eins og fjármálastofnanir og er bara nokkuð ágengt að hlaða upp veggi svo að fólk sjái ekki drullumallið innan þeirra. Síðasta útspilið var að reyna að loka það inni í 110 ár.  Það hlýtur að vera erfitt að lifa við gjörðir sínar ef að þær þola ekki að koma fyrir augu þegnanna í 110 ár, finnst mér.

Stjórnvöld vinna ötullega að því að draga einn mann fyrir Landsdóm til að gjalda fyrir syndir heils kerfis og ég það kemur í huga mér núna á Páskahátíðinni að þetta hefur verið gert áður og kannski ættu stórnaliðar að hlusta á messur dagsins og hugleiða hvernig sá aldagamli dómur fór að lokum of hlutirnir snérust í höndum þeirra sem til stofnuðu. Alla vega finnst mér skömm að óháð pólitískum skoðunum mínum.

En hafi Suðurnesjamenn haldið að til stæði að gera eitthvað fyrir þá af stjórnvöldum þá hafa þeir látið glepjast eins og margir á undan þeim og haldi vestfirðingar að það eigi að gera eitthvað fyrir þá þá hafa þeir látið glepjast einu sinni enn. Eina stefnumál stjórnarinnar sem nú ríkir er að sitja sem lengst eins og Jóhanna sagði í grein í Dv þar sem hún tilkynnti okkur að hún væri sko ekki á förum boðskapur sem að ég verð að viðurkenna að gladdi mig ekkert sérstaklega. 

En nóg að sinni 

Gleðilega Páska 


mbl.is Lítið gerst eftir ríkisstjórnarfund í Reykjanesbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband