13.4.2011 | 23:44
Að gera það sem manni synist.
"Steingrímur sagði, að það hefði ekki komið honum á óvart, að Atli og Lilja gerðu það sem þeim sýndist, það hefðu þau lengi gert."
Ég leyfi mér að mótmæla þessum orðum háttvirts fjármálaráðherra því að þessir þingmenn gera einmitt ekki það sem að þeim sýnist þeir gera það sem þau voru kosin til og fylgja stefnumálum þeim sem að þau lofuðu að fylkja sér um og hafi þau virðingu fyrir þó að ég sé þeim ekki samferða í þeirri vegferð.
Hins vegar má segja að Steingrímur og þeir sem eftir eru í áttavillta flokknum geri það sem þeim sýnist alla vega synist mér þau sinnaskipti sem þar hafa orðið vera ein þau sneggstu í sögunni. Því hvarflar það að manni að Steingrímur líti á sig sem stjórnarandstæðing þegar hann talar um sinnaskipti Ásmundar því snögg hafa sinnaskipti háttvirts fjármálaráðherra verið síðustu misserin svo snögg að jafnast á við Íslenskt veðurfar á köflum.
Snögg sinnaskipti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Jón. Góður pistill að vanda hjá þér. Ég horfði á umræðurnar og atkvæðagreiðsluna. Fyndnast þótti mér að allir stjórnarliðarnir sem spáðu því fyrir síðustu helgi að hér færi allt lóðbeint til helvítis ef icesave yrði ekki samþykkt, skyldu nú tala um það hvað framtíðin væri blómleg og að allt væri að rísa.
Hreinn Sigurðsson, 14.4.2011 kl. 00:23
Gott og glöggt athugað hjá þér nafni, vert að vekja athygli á þessu.
Svo á Elle þetta, til samanburðar: STEINGRÍMUR STJÓRNARANDSTÆÐINGUR
Kær kveðja, og til hamingju með sigurinn!
Jón Valur Jensson, 14.4.2011 kl. 02:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.