Endalok vestrænnar menningar.

Um  Evrópu fer nú hávaði mikill svo jörð skelfur turnar svigna svín stökkva úr stíum kýr slíta keðjur sínar og ánamaðkar flýja akra. Endalokin nálgast.

Hvað veldur

Jú hávaði þessi er tilkomin vegna skjálfta sem komin er í hina Evrópsku yfirstétt og þá sem að halda að þeir séu af þeirri stétt en eru lítið annað en berrasaðar eftir prentanir nakta keisarans í HC Andersen sögunni.
Hávaðin berst frá hnéskeljum þeirra sem nú skella svo hart saman að senn munu bein brotna og fólk falla.

Vegna hvers.

Jú óforskammaðir villimenn í norðri hafa farið fram á að þeir fái að vita hvað þeir eigi að borga mikið og hvort þeir eigi að borga það áður en þeir borga. þetta þykir skapa slæmt fordæmi eins og segir í fréttinni .

„Deilan þykir skapa það hættulega fordæmi að almenningur geti komist hjá skuldum,“

Það hlýtur að vera það versta sem að gæti komið fyrir heiminn að almenningur kæmist hjá skuldum og enn verra ef hann kæmist hjá skuldum sem að hann á ekkert í.

Sennilega myndi það þýða endalok menningar okkar í núverandi mynd.

Er virkilega einhver munur á vestrænu fjármálakerfi og því að fólk er selt í verksmiðju ánauð í þriðja heiminum


Ég efast um það

 

 

 


mbl.is Óttast fordæmi Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Nákvæmlega, Jón.  Voðalegt að við skulum losna við skuldir glæpamanna og sem koma okkur EKKERT VIÐ.  Það er bilun í gangi þarna í Evrópuveldinu. Og svo var ætlunin að draga okkur nauðug viljug þangað inn.  HELL NO.

Elle_, 12.4.2011 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband