7.4.2011 | 16:08
Jamm
Ég hef verið hallur undir sjávarútvegin í langan tíma en það er ekki þar með sagt að illa ígrundaðar aðgerðir hótanir og önnur axarsköft geti ekki fengið mig til að breyta um skoðun.
Sú stefna sem nú hefur verið tekin að nota Breta og Hollendinga aðferð á íslenskt launafólk hugnast mér ekki og finn ég að vindar breytinga blása nú í höfði mér í garð þessa undirstöðu atvinnuvegar svo held ég að sé um fleiri og ráðlegg því mönnum að stíga hægt til jarðar á þessari vegferð.
"Stærstu og öflugustu sjávarútvegsfyrirtækin eru undirstaða byggðar um allt land og flest þeirra hafa starfað á sama stað um áratuga skeið. Atlaga að rekstrarforsendum þeirra er atlaga að þessum byggðum. Það á vart að þurfa að taka það fram að efnahagsleg áhrif sjávarútvegsins hríslast um allt þjóðfélagið"
Ofangreint er haft eftir forystumanninum þetta er satt og rétt í sumum tilfellum en það er heldur ekkert erfitt að finna byggðarlög og íbúa sem að hafa allt aðra sögu að segja það er sögu þess að brottflutningur og sala aflaheimilda kippti fótunum undan lífsviðurværinu á viðkomandi stöðum
Að lokum vil ég þakka SA og einnig ASI fyrir þann besta stuðning sem að við nei sinnar höfum fengið í Icesave málinu ég held að sú yfirlýsing þeirra að þjóðin yrði að segja já við Icesafe hafi verið það sem endanlega gerði útaf við þá möguleika að Icesafe yrði samþykkt.
Það er síðan spurning hvort að Vilhjálmur og Gylfi ættu ekki að segja af sér í framhaldinu fyrir klúður
Engir samningar án niðurstöðu í kvótamálum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.