5.3.2011 | 12:15
Þjóðarútvarpið.
Þjóðarútvarp er að mínu mati útvarp sem er málsvari þjóðar það fjallar um þjóðina sögu hennar og menningu það flytur fréttir af sorgum og sigrum og síðan en ekki síst er það málsvari þjóðarinnar hlutlaust og réttsynt enda rekið af skattfé borgarana og á að standa vörð um þá alla.
En gerir útvarpið eitthvað af þessu ég held að mörgum finnist eins og mér að þjóðarútvarp í dag sé eins langt frá því að vera útvarp þjóðar eins og hægt er. Mér finnst það vera málsvari stjórnvalda og oft á tiðum fara í farabroddi í að kynna ákveðnar skoðanir og þá skoðanir stjórnvalda frekar en að gegna hlutverki sínu sem frjáls og óháður málsvari þjóðarinnar sem heldur því gangandi.
Í fréttinni segir.
" Samfylkingarfélagið í Reykjavík og Vinstri græn í Reykjavík standa fyrir málþinginu ásamt áhugahópi um þjóðarútvarp."
Þeir hópar hafa síðan líklega valið hinn fjölbreytta hóp sem að best er til þess fallinn að ákvaða hvað er þjóðarútvarp og flytur erindi þar um en þeir eru samkvæmt fréttinni.
"Fjölbreyttur hópur fólks á sviði fjölmiðlunar, menningar og lista flytur stutt erindi"
Þetta er að mínu mati ekki fjölbreyttur hópur hvar eru iðnaðarmenn og konur, bændur, verkafólk, unglingar, húsmæður og húsfeður. Hvar eru fulltrúar neytendanna?
Ég sé þá ekki ég sé ekki fulltrúa hlustenda aðeins fulltrúa þeirra sem hafa afkomu sína af miðlunum.
Frá mínum bæjardyrum séð er hér um að ræða málþing fólks á sviði fjölmiðlunar, menningar og lista úr stjórnarflokkunum sem hefur afkomu sína að hluta til af ljósvakamiðlum.
Málþing sem á að leggja þóknanlegar línur til næstu framtíðar um það sem þar birtist.´
En tekið skal fram að hér er um útsyni úr mínum bæjardyrum að ræða og ekki víst að það sé eins frá öðrum bæjum.
Það verður varla fjallað mikið um andstöðu gegn ESB Icesafe eða ofurskatta í þessu þjóðarútvarpi. Nei þjóðin verður kæfð við undirleik þeirrar menningar sem að hinum ofangreinda fjölmenna hópi þykir við hæfi.
Er ekki hægt að spara og semja við útvarp Norður Kóreu um að senda hér út. Við getum sent þeim lambakjöt í staðin þeim sárvantar orkuríkt fæði og við losnum við að borga útvarpsgjald sem yrði þá í formi niðurgreiðslna til sauðfjárbænda og þvi ða mínu mati þjóðegt.
Framtíðarþing um Ríkisútvarpið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég er einn af þeim sem býr út í Noregi.Hef að sjálfsögðu ekki aðgang að hinu íslenska RÚV en þarf samt að borga útvarpsgjald og einnig konan og sonur minn.Auk þess á ég ennþá fyrirtæki heima sem er ekki í rekstri og það er einnig rukkað.Þetta er nú skylduáskriftin eins og hún gerist "best".Og það finnst öllum þetta í lagi.Far vel Ísland.
josef asmundsson (IP-tala skráð) 5.3.2011 kl. 17:27
Orðinn 68 ára og með fjölmörg áhugamál hefur RUV fylgt mér ánægjulega alla tíð, fram á þetta ár. Hin sífellt augljósu skoðanatengsl fréttamanna þess við ríkisstjórnina og skortur þess á hlutleysi er að æra mig. Stöðugt hatur þess á Sjálfstæðisflokknum sem allt að 40% þjóðarinnar aðhyllast er svo augljóst að engu tali tekur. Hvar er eiginlega forstjóri þessarar stofnunar sem á að gæta hlutleysis í öllum skoðunum? Nei, vitið, mér er orðið ands. sama um þessa stofnun og myndi fagna tillögu um að leggja hana niður, stofnun sem elur á hatri innan þessarar þjóðar og kann ekki sín takmörk né markmið á nokkurn hátt. Dæmi: Sáuð þið "fréttamann" RUV á Bessastöðum þegar ÓRG vísaði Icesave í þjóðaratkvæðagreiðslu. Henni var svo mikið brugðið að hún var með skeifu! Hlutlaus? Svari hver fyrir sig.
Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 5.3.2011 kl. 23:33
Sammála Örn framkoma fréttamanna á Bessastöðum verður lengi í minnum höfð.
Jón Aðalsteinn Jónsson, 6.3.2011 kl. 16:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.