2.3.2011 | 13:35
Að hnýta í aðra.
Mér leiðist sá plagsiður sem er að ryðja sér til rúms að það er ekkert hægt að gera og bera fram án þess að hnýta í aðra. Þetta er alla vega mín skoðun á mörgu sem sagt er þessa dagana.
Í fréttinni kemur eftirfarandi fram
Slíkt hús þyrfti um 15 megavött af raforku og þarna myndu skapast 60-100 störf allt árið. Það eru 5-10 störf á hvert megavatt, en til samanburðar er hálft til eitt starf að baki hverju megavatti í álveri, segir Gylfi Árnason.
Það er orðið venja að það er ekkert hægt að gera án þess að taka fram hvað það eru mörg störf á Mw og bera það síðan saman við störf í álveri.
Ég er engin stuðningsmaður eða andstæðingur eins frekar en annars en mér finnst það ömurlegur plagsiður hjá mörgum að reyna a gera sinn málstað betri með því að reyna að gera aðra minni.
Maður á að halda sínu fram hafa það rétt og verja ágæti þess en láta aðra í friði með sitt. Kannski finnst mörgum þetta viðkvæmni í mér en það verður þá bara að hafa það af hverju er ekki borið saman við gagnaver til dæmis.
Það sem ég er að benda á að það þykir orðið fínt að tala niður sumar greinar og mér finnst skömm af því og enn meiri skömm að sumir leiðtogar okkar taka þátt í því
Það má segja að svona gróðurhús skapi 1 starf á hverja 1000 m2 hvert ætli sé hlutfallið á starf á m2 miðað við aðrar greinar ég held að hlutfall landrýmis miðað við fjölda starfa og notkunar orku sé þessum iðnaði frekar óhagstætt í samanburði.
Ekki alveg sanngjarnur samanburður en í sömu veru og margir nota í dag. Staðreyndin er sú að menn telja sér það til framdráttar ef þeir geta hnýtt í stóriðjuna í dag. Iðnað sem er alveg jafnnauðsynlegur og annar iðnaður hér á landi.
Lélegur siður finnst mér og mönnum frekar til minnkunar heldur en að það styrki málefni þeirra.
Tómatar geta skapað 60 til 100 störf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sammála
Gunnar Th. Gunnarsson, 2.3.2011 kl. 13:52
Já Gunnar þetta er orðið svo áberandi að það er eiginlega hálf laslegt hef ekki nennt að svara því jafn ötullega og þú hefur gert en það birtist varla orðið frétt um atvinnu uppbyggingu öðruvísi en einhvern vegin á þessum nótum
Jón Aðalsteinn Jónsson, 2.3.2011 kl. 16:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.