Máttur Mammons

Heimsmarkaðsverð á eftir að hækka töluvert enn bæði á olíu og hrávöru þangað til að fjarmagnseigendur koma á stað næsta hruni og geta snúið sér að því að tortíma fleiru.

Fjárfestar og vogunarsjóðir eru nefnilega að verða veöldinni ansi hættulegir. Sennilega mun spákaupmennska þeirra á matvælum koma á stað stríði og þá má fjáfesta í hergögnum og svo framv

Mér finnst það alltaf svolítið skrítið ef við tökum sem dæmi að ef einhver tekur matvæli og veldur því að fjöldi barna og kvenna deyr þá er hann skilgreindur hryðjuverkamaður ég gef mér að hann taki þau með aflsmunum eða vopnavaldi.

Kaupi sá hin sami matinn og læsi hann inni til að sprengja upp verðið með sömu afleiðingum og í hér að ofan þá er hann kallaður fjárfestir og dýrkaður sem Guð. Hann notar ekki vopnavald að vísu heldur vald peninganna.

Nei við eigum að skilgreina spákaupmennsku með matvæli og nauðþurftir sem glæpaverk og refsingin á að vera hörð.


mbl.is Olíuverð í 119 dali
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband