Pirraður.

Ég verð að segja það að ég er orðin ansi pirraður á þeim stöðuga nið að Íslensk þjóð sé ófær um að taka upplýstar yfirvegaðar ákvarðanir um sín mál

Eftirfarandi orð Helgu eru dæmi um þennan endalausa áróður.  
„Forsetinn kærði sig ekki um að hlusta á meirihluta Alþingis, en hann hefði getað tekið mark á verkalýðshreyfingunum og atvinnurekendum, sem hvött hann til að staðfesta frumvarpið,“ segir Helga í samtali við Stavanger Aftenbladet."

Ég vil benda þessari góðu konu á að Gylfi og Vilhjálmur eru ekki þjóðin og þeir ásamt öðrum sérfræðingum hafa talið bráðnauðsynlegt að borga hvern einasta Icesafe samning sem gerður hefur verið og það hefur ekki orðið lát á greiðsluvilja þeirra þó í ljós hafi komið að þeir hafi haft rangt fyrir sér og ættu fyrir löngu að hafa sagt af sér.

Ef Helga les blogg mitt þá væri gott að hún útskýrði hvers vegna hún tekur þessa einstaklinga fram yfir þjóðina.

Hvers vegna fólk vill kjósa sást í fréttum í gær það er vegna þess að einungis 12% þjóðarinnar treystir orðið þeim manvitsbrekkum sem við Austurvöll vinna og þau skilaboð ættu alþingismenn að íhuga vel. Þjóðin treystir ykkur ekki og vill ráða þessu sjálf

Ég ætla sem aðrir landsmenn að kynna mér málið vel og greiða atkvæði byggt  á því. En heyri ég mikið meira af málflutningi um það að ég sem aðrir landsmenn sé ekki fær um að taka ákvarðanir um fjármál eða greiðslur þá endar það með því að ég segi nei og hvet til að málið fari í dóm, til að fá úr því skorið hvort að einkafyrirtæki geti skuldsett þjóð.

Það vill nefnilega svo til að ég er í þeim stóra hópi þjóðarinnar sem er nú skattpíndur sem aldrei fyrr einmitt vegna þess að við kunnum að fara með peninga og meðal þeirra sem gala um að mér sé ekki treystandi til að greiða atkvæði um fjármál eru all nokkrir kúlulána þegar. Það er einfaldlega ekki siðuðu fólki bjóðandi.

Ef Jóhanna og Steingrímur og aðrir stjórnmálamenn vilja að Icesafe verði samþykkt þá ættu þau að draga sig í hlé og hafa þögn einnig að skipa vinnuhjúum sínum í áróðursdeildunum að gera slíkt hið sama þá valda þau ekki meira tjóni en orðið er.

Sannleikur málsins er nefnilega sá að þau sjálf feldu Icesafe með því að hafa orðið uppvís að ósannsögli og óheiðarleika á fyrri stigum þannig að fjöldi þeirra sem þeim trúir í dag nær ekki einu sinni fylgi Samfylkingar og VG sem þó fellur sem steinn að jörðu þessa dagana.

Fólk sem uppgötvar að 88% umbjóðenda þeirra trúir þeim ekki né treystir ætti að hugsa sinn gang.


mbl.is Icesave í norskum fjölmiðlum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Ofsalega er ég líka orðin langþreytt að svona áróðri og rangfærslum eins og í Helgu Gunnarsdóttur sem heldur sig geta farið með þvælu í erlendum fjölmiðlum um forsetann og hvað við getum og viljum.  Kemur henni það annars nokkuð við?  Við ætlum ekki að borga ólöglega rukkun fyrir Helgu Gunnardsóttur.    

Elle_, 22.2.2011 kl. 11:49

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Athyglisvert hvað fólk sem býr ekki einu sinni lengur á Ísland er duglegt að tala niður verklegt lýðræði.

Guðmundur Ásgeirsson, 22.2.2011 kl. 11:56

3 Smámynd: Elle_

Og ég vil benda á að sterkar líkur eru taldar á af nokkrum hagfræðingum og verkfræðingum að ríkissjóður verði gjaldþrota með samþykki ICESAVE.  Við megum ekki samþykkja ólöglega rukkun erlendra velda, rukkun sem við höfum aldrei skuldað.  Ætlaði að skrifa að ofan: :Langþreytt á svona áróðri og rangfærslum.

Elle_, 22.2.2011 kl. 11:57

4 identicon

Hvernig væri að Alþingismenn legðust á eitt um að gera okkur kjósendum sínum glögga grein fyrir ástæðunum sem lágu að baki atkvæðagreiðslu  þeirra um þennan seinasta Icesave samning?

Þeir kusu ýmist með eða á móti (með örfáum undantekningum), höfðu góðan tíma og aðstæður til að kynna sér málið, og varla hefur flokkshlýðnin ein ráðið ákvörðum þeirra.

Agla (IP-tala skráð) 22.2.2011 kl. 12:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband