1.2.2011 | 16:27
Stjórnin sækir framm.
"Álfheiður Ingadóttir, þingmaður Vinstri-grænna, hélt á lofti mikilvægi félagslegs réttlætis, og benti á það að skattar á 3.500 tekjuhæstu Íslendingana skiluðu hærri fjárhæð en sem þyrfti til þess að reka sjúkrahúsið á Akureyri. Mikilvægt sé að halda áfram í þeirri sókn."
Ég verð nú að segja að ekki finnst mér nú mikið réttlætið ef að þetta er það allt hvað um hina 300.000 sem skattpindir eru út yfir gröf og dauða og sé þetta öll sóknin sem að hægt er að hreykja sér af þá er það enn sorglegra. Verst er það þó að til þess að ná þessum árangri hefur stjórnin farið langt með að ganga frá hinum hluta landsmanna það er þeim hluta sem húnhefur ekki hrakið úr landi.
Síðan þarf sennilega ekki að skattleggja nema einn fljótlega til að reka sjúkrahúsið á Akureyri með sama niðurskurði verður ekkert rekið þar né annarstaðar á landsbyggðinni en sparpera í útiljósinu.
Græn skattheimta er fínt orð yfir skattheimtu þar sem að níðst er af enn þá meiri þunga á þeim sem að þessi stjórnar ómynd þykist vera að hlífa meðan hún lækkar verð á lúxusvörum þeirra sem að nutu peningabjörgunar stjórnvalda í hruninu.
Þeirra sem að stjórnin er í raun að vinna fyrir en heldur að engin sjái það og lifir í þeim draumi að einhver trúi þeim. Það eru allir löngu búin að sjá beinaberar kjúkur hina berrössuðu íslensku keisara það skrýtnasta er að við erum svo arfaslöpp einhvern vegin að við gerum ekkert í því. Skrýtið
En hafi tilgangur skattkerfisbreytingarinnar verið að níðast á þeim sem minna mega sín hefur það tekist vel.
Dæmi Þeir sem að hafa orðið að taka út séreignarsparnað sinn til að lifa af njóta þess nú að barnabætur þeirra eru skertar vegna þess greinilega velheppnuð skattkerfisbreyting sem að nýtist sérstaklega til að létta þeim efnaminni lífið eða hvað.
Skattkerfisbreytingar tekist vel | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Með GRÆNUM sköttum á Skattgrímur við, að hann heldur áfram að skattleggja eftir að viðkomandi er kominn undir græna torfu !!!
Björn Jónsson, 1.2.2011 kl. 18:26
Góður þetta eru sem sagt torfuskattar
Jón Aðalsteinn Jónsson, 1.2.2011 kl. 18:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.