31.1.2011 | 17:01
Eldarnir brenna
Stjórnmálamönnum er tíðrætt um elda í dag. Það eru logar byltingar ófriðarbál, kettir leika sér að eldinum og guð má vita hvað.
Held þó að félagarnir við Austurvöll ættu nú að skoða hvort það gætu flogið neistar yfir lækinn og kveikt í sinunni í þeirra eigin bakgarði nóg er þar af eldsmat að mínu mati.
Gott er að vita að Íslenskir þingmenn hafa tíma til að minna okkur á hver skylda okkar gagnvart útlendingum.
"Sagði Birgitta, að það sé skylda Íslendinga að styðja baráttu Egypta fyrir betra lífi og og fordæma þá ritskoðun, harðræði og ferlisskerðingu, sem Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, hefði beitt almenning"
Og Össur elskar tjáningarfrelsið
"Össur sagðist taka undir fordæmingu Birgittu á því að fólk hefði verið svipt tjáningarfrelsi og að sjónvarpsstöðinni Al-Jazeera hafi verið lokað í Egyptalandi."
Össur hefur áhyggjur af AL-Jazera.
Þar sem að Össur ræður ríkjum er ekki gert svona Velferðarstjórnin gerir ekki svona en hún tekur hluta af rekstrar fé þeirrar stöðvar sem undir hana heyrir þannig að stöðin er orðin svo leiðinleg vegna fjárskorts til dagskrárgerðar að ekki nokkur maður horfir eða hlustar á hana lengur. Því þarf ekki að loka henni og þó að einhver hlustaði á hana er hún svo hliðholl velferðarstjórninni að eftir er tekið
Sem dæmi um gæðin og metnaðinn syndi umrædd stöð ævintýri eftir HC ANdersen með dönsku tali á jólunum ævintýri sem ætlað er börnum sem að ekki er hægt að gera kröfu um að séu læs og sáu ekki sóma sinn í að hafa talið Íslenskt.
En stjórnvöld hikuðu ekki við að taka hluta af afnotagjöldunum enda alltaf hægt að sækja meira til skrílsins.
En að þeir sambandslausu við Austurvöll hafi áhyggjur af því sem skeður í útlöndum. Ég segi bara lítið niður á fætur ykkar og athugið hvað er að ske annars er hætt við að þið dettið fljótlega.
Logi byltingar fer yfir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Blessaður, samála þau mega fara passa sig því að framkoma þeirra er ekki ólík þeirri sem Egiptar þurfa að þola!
Sigurður Haraldsson, 31.1.2011 kl. 23:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.