20.1.2011 | 10:25
Hverra er ábyrgðin
Hverjir bera ábyrgðina á stjórnafarinu á Íslandi í dag.
Mitt álit er að það sé Samfylkingin. Besti flokkurinn situr í skjóli Samfylkingar ríkistjórnin er leidd af Samfylkingunni, það er því ljóst hver ber ábyrgðina á því stjórnafari sem hér ríkir að mínu mati.
Að mínu mati ber Samfylkingin alla ábyrgð á gífurlegri hækkun fargjalda strætó, hækkun orkuverðs, dulbúinni hækkun fasteignagjalda með því að taka frárennslis gjöld út úr þeim og hækka síðan þau gjöld um tuga prósentu á þessu og svo miklu fleiru ber Samfylkingin alla ábyrgð.
Af hverju? Jú fyrir Besta er þetta bara djókur grín og gaman skítt með það þó einhver börn og gamalmenni kveljist og fíli ekki grínið aðalmálið er að leika hlutverkið til enda rétt eins og Silvía Nótt.
Ég held að sumir ættu að horfa í spegil og kannski skipta út frasanum
"Helv foking fokk" Fyrir annan og auðmjúkari sem oft heyrist í dramaleikritum og er einhvern vegin svona. "Hvað hef ég gert.!"
Loforðið að svikja öll loforð kemur sér vel þessa dagana en það held ég að Dagur ætti að faa að hugsa málin fljótlega ef hann og aðrir Samfylkingarfélagar ætla að halda einhverju fylgi í borginni að loknu þessu kjörtímabili.
Samskiptin við minnihlutann tímaeyðsla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.