Líkingamál

Það er ekkert vitlaust að  nota þessa líkingu en kannski engin gargandi snilld heldur. 

Oft eru fjölskyldur og einstaklingar sem gengið hafa í gegnum samneyti við alkahólista í langan tíma viðkvæmari en aðrar svo að þegar að þeim tekst eftir langa mæðu að slíta sig frá vandamálinu er algengara en fólk heldur að þessir aðilar lendi í klónum á öðrum  síst betri vandamálapökkum sem nýta sér viðkvæmni slíkra fjölskyldna til að lifa á þeim og nota þessar fjölskyldur eins og sníkill notar hýsil.  

Það er síðan undir hællinn lagt hvort að en viðkomandi hýsill nær þeim styrk að losa sig við óværuna og halda frjáls inn í lífið að nýju. Ég vil kalla þetta fasa 1 fasa 2 og síðan fasa 3.

Það er þá bara spurning hvort að borgarbúar séu ekki sem stendur í fasa 2 það er í seinna vonlausa sambandinu.

Miðað við það sem að ég hef séð til núverandi meirihluta er það mín skoðun að séum við eins og fjölskylda alkahólista þá erum við enn í fasa 2 og eigum eftir að hrista hann af okkur til að geta haldið áfram yfir í loka fasann og frelsið.

 


mbl.is Líkti þjóðinni við fjölskyldu alkóhólista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Hversvegna þá ekki að miða við sykursýki? Nú eða brjóstakrabbamein?

Svo mætti líka notast við þunglyndi - lungnakrabba o.fl.

 Það er mannfyrirlitning að vera með svona samanburð og þeir sem styðja slíkt eru ekkert skárri en narr.

Það verður til dæmis fróðlegt að vita eftir að skammdeginu líkur hve margir alkar hafa fallið í valinn fyrir hendi Bakkusar eða eigin hendi - það væri líka fróðlegt að vita hvert annað tjón verður á þessum tíma sem er erfiður mörgum alkanum og fjölskyldum þeirra.

Þær upplýsingar munu ekki liggja á lausu - enda brenna þær bara á bökum alka og nánustu ættingjum.

En í ykkar huga er þetta aðeins skemmtilegur samanburður. Í hugum annara dauðans alvara.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 16.12.2010 kl. 08:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband