14.12.2010 | 23:10
Skattur á lífeyrisjóði og lok jarðvistar.
Í hádegisumræðunni í dag var upplífgandi umræða um hvað það kostar að hola okkur niður og hvernig stéttarfélög taka þátt í því.
Lausleg ályktun eftir þá umræðu er að lámgarkskostnaður við að koma sér í gröfina er sennilega um 3 til 400.000 og ef eftirlifandi bjóða einhverjum kaffi og kleinur og láta syngja yfir manni þá getur kostnaðurinn hæglega farið í sex stafa tölu. Það kom síðan fram að alla vega það verkalyðsfélag sem vitnað var til afskrifar mann eftir 67 ára og borgar minna og minna þangað til að maður er að fullu afskrifaður ef maður er ekki dauður áður.
En hvað kemur þetta lífeyrissjóðum við. Jú ég fór að hugsa um alla þá sem að kveðja jarðvistina fyrir töku lífeyris og lífeyrissjóðirnir fá það fé sem að þessir einstaklingar hafa greitt til þeirra í mörgum tilfellum óskipt ef ekki kemur til ekknabóta eða barnalífeyris.
Ef að undirritaður til dæmis tæki upp á því að geyspa golunni núna fengi lífeyrissjóður hans alt tilegg það sem borgað hefur verið í sjóðin óskipt og ég hef aldrei heyrt af því að þessir sjóðir greiði erfðaskatt þó að sennilega erfi þeir einstaklinga á hverjum degi.
Því datt mér það í hug að það ætti að setja lög á þessa sjóði að þeim bæri skylda til að sjá um útför þeirra einstaklinga sem að látast áður en að töku lífeyris kemur þeir eru jú í mörgum tilfellum stærstu erfingjarnir og eftir eignaupptöku þá sem hefur verið hér undanfarin ár hefur þeim tekist að sölsa undir sig 126 000 000 000 til viðbótar svo að ekki er nema sanngjarnt að þeir taki þátt í því að hola okkur niður ef burtköllun ber að snemma. Mér finnst það alla vega sanngirnis mál að þeir geri það meiri sanngirni heldur en að leggja það á afkomendur sem að í mörgum tilfellum búa við skertan arfshlut sem gengið hefur til þessara sömu sjóða í formi verðbóta.
Kannski verður skattheimtan á þessa sjóði í formi erfðaskatts af þeim lífeyrir sem er til staðar þegar að einstaklingur fellur frá gæti verið sanngjörn leið.
Heimiliskettir á fundinum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:28 | Facebook
Athugasemdir
Þú mælir manna heilastur Jón ! Leyfi mér að taka undir hvurt orð!
Elías Bj (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 23:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.