7.12.2010 | 22:17
Rétta leiðin.
Hef tekið það framm áður að ég er enginn vitringur í þessi en eftirfarandi er að vefjast aðeins fyrir mér.
"Ef þú gengur í gegnum bólumyndun í hagkerfinu, og hana þarf að leiðrétta, er ekki rétta leiðin að umbreyta skuldum einkaaðila í opinberar skuldir. Réttara er að endurskipuleggja skuldirnar með hliðsjón af eignum, segir hann."
Er það ekki einmitt það sem að gert var hér hvað er Icesave annað en skuld einkaðila og aðrar niðurfærslur hjá stjórnvöldum þóknanlegum. Er þetta bara ekki en ein útfærslan á látum lyðin borga meðan hann getur og helst aðeins lengur.? Eða er ég að misskilja eitthvað
Ísland fór réttu leiðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Var einmitt að spá í þessu sama og þú, og fæ ekki aðra niðurstöðu en þá að það er akkúrat það sem er verið að gera, umbreyta skuldum einkaaðlila í opinberar skuldir...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 7.12.2010 kl. 22:28
Látið ekki svona...maðurinn er lektor við HÍ. Þetta er hinn margrómaði mannauður íslands.
itg (IP-tala skráð) 7.12.2010 kl. 23:12
Jón, við verðum að virða manninn. Hann er að öllum líkindum ekki fæddur vanviti, það þarf sterk bein til að komast með fullt viti í gegnum menntakerfið. Spurning hvort hann hefur bæði gleymt hvernig á að reikna og telja. Allavega hefur hann annað hvort sleppt því að telja í biðröðinni hjá hjálparsamtökum 2003 eða þá núna. Nema hann miði við það sem hann telur upp úr launaumslaginu sínu, en ef svo er gætu vanvitarnir verið við sem borgum honum launin.
Magnús Sigurðsson, 7.12.2010 kl. 23:37
Veit ekki hvort það gagnist nokkrum að hugsa hvernig þetta var 2003!
Ættum að hafa mestar áhyggjurnar hvað er að gerast í "hinu nýja bankakerfi" Nýjar valdablokkir eru að lýta dagsins ljós að þær eru handvaldnar af stjórnendum bankana. Sum fyrirtæki fá niðurfelldar skuldir en önnur ekki þetta mun gera samkeppni erfiðari fyrir þau fyrirtæki sem enn ná að borga sínar skuldir en líklega mun flest lenda í gjaldþrotum á næstu 2-3 árum. Mest er að sjá þetta gerast í sjávarútveginum þar sem fyrirtæki bankaelítunnar bíða í ofvænni eftir að komast yfir kvóta þeirra útgerða og fiskiskipa sem fara fljótlega í greiðslustöðvun.
Þetta kölluðum við almenningur yfir okkur !! Enda eru bæði fjölmiðlar og þingmenn í eigu þessara manna !! Ekkert er að breytast í þessu landi. EIn bankaelítan fór úr landi og önnur sem beið á varamannabekknum kemur í þeirra stað. Siðleysið og valdfíknin heldur áfram og almenningur horfir á!
Í janúar tek ég fram kuldagallan og mótmælin byrja aftur..
Þröstur (IP-tala skráð) 8.12.2010 kl. 00:59
Þakka inlitinn gott að sjá að ég er ekki einn um að skilja þetta svona. Þröstur ég er sammála þér um hvað skal gera eftir áramótinn
Einhvern vegin er það svo að nú um hátíðarnar fær maður sig ekki til að vera agnúast mikið heldur snýr sér að því að vekja hátíðina í hugum yngri kynslóðarinnar og gera tíman sem bestan fyrir þau. Því skyldu stjórnvöld gera sér grein fyrir og að það er ekki samþykki eða gungu háttur sem veldur þessari ró heldur langlundargeð þjóðarinnar en það er að þrotum komi.
Jón Aðalsteinn Jónsson, 8.12.2010 kl. 11:19
Það sem maðurinn á við er að það var mun skárra hjá hrunstjórninni að setja 3 aðalbankanna í þrot og klippa þar á milli með slitastjórnum og standa þó vörð um sparifé almennings, hverrrar þjóðar sem þeir annars væru, heldur en að gera eins og Írska stjórnin gerði undir stöðugum þrýstingi ESB valdsins sem var sú "snilldarleið"að ábyrgjast ALLAR skuldir ÍRSKU BRASK BANKANNA hverju nafni sem þær teldust til. Þar á meðal við ECB bankann og alla helstu stórbanka Evru svæðisins.
Þess vegna stenur Ísland þrátt fyrir þessa slæmu spenatotu sem ICESAVE edr allt að 10 ril 20 sinnum betur en gjaldþrota ESB og EVRU ríkið ÍRLAND sem gerði nákvæmlega eins og æðstu broddar ESB Elítunnar sögðu þeim að gera.
Það er að hengja allan skuldaklafann á Írskan almenning í nafni EVRU SAMRUNANS til að geta borgað helstu kapítölsu bönkum ESB svæðisins og ECB bankanum sjálfum með allar skuldirnar til að verja þeirra eigin elítu gjaldmiðil sem er kominn að fótum fram.
!Tær Snilld" í nafni ESB elítunnar og þeirra handónýta gjaldmiðils.
ÍRska þjóðin dæmd til fátæktar og vesældar næstu kynslóðirnar í boði ESB Elítunnar !
Glæsileg niðurstaða í boði ESB elítu samrunans !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 8.12.2010 kl. 17:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.