1.12.2010 | 13:14
Sýndarleikrit,
Mikið er fundað og malað þessa dagana en úr malinu kemur ansi lítið finnst mér enda tel ég um tóma sýndarmennsku að ræða til þess gerða að tefja tíman í von um að þjóðin gleymi sér. En verið viss þjóðin gleymir sér ekki núna.
Það sem vekur athygli mína í fréttinni er
"Meðal þess sem verið er að skoða, vegna lausna á fjárhagsvanda heimilanna, er að auka vaxtabætur um sex milljarða króna. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sagði við Morgunblaðið, að þetta sé einfaldasta og skilvirkasta aðferðin til að gera þetta í gegnum vaxtabótakerfið; að lækka þannig vaxtakostnað hjá öllum þorra fólks"
Ég hef sagt það áður og segi það enn að það breytir engu að taka pening úr hægri vasa fólks og stinga í þann vinstri til í að bæta fólki það sem að ég fullyrði að hafi verið ranglega tekið millifærslur eru aldrei leiðrétting.
Auk þess ber að leiðrétta rangindin hjá öllum ekki bara þorrum þessa lands sem að vinstri stjórnin síðan velur hverjir eru.
Ónothæft hugmynd að mínu mati.
"Þá hefur ríkisstjórnin lagt fast að lífeyrissjóðunum að sætta sig við að veðsetningarhlutfall á fasteignum yrði lækkað niður í 100-110%. Viðbrögð lífeyrissjóðanna við þessari tillögu hafa verið alfarið neikvæð. Sjóðirnir hafa ekki verið tilbúnir til að fallast á þessa tillögu og telja sig raunar ekki hafa heimild umbjóðenda sinna til slíks enda myndi það rýra mjög eignir sjóðanna"
Lífeyrissjóðir eiga eins og önnur fyrirtæki sem hafa hagnast á því sem hér fór fram að skila hluta því sem að ég vil kalla þýfi, það er sama hvað gert er og sagt þetta er sótt til þess hluta landsmanna sem að skuldar ég hef séð töluna 126 000 000 000 á blaði hér á blogginu sem dæmi um þá upphæð sem að lífeyrissjóðir hafa fengið í verðbætur eftir hrun.
Bankar eiga einnig að gera slíkt hið sama. Það er nefnilega ekki í verkahring þessara fyrirtækja að færa eignir milli þjóðfélagshópa samkvæmt vangefinni vísitölu og eigin geðþótta.
Er það ekki til dæmis galið að hækkanir olíufélagana, Reykjavíkurborgar og annarra sem nú hækka sjálftöku sína sem mest þeir mega í skjóli væntumþykju fyrir borgurunum.
Þessar hækkanir renna síðan beint í vísitöluna og stuðla að meiri eigna tilfærslu og eignaaukningu banka og lífeyrissjóða.
Heldur einhver að það sé tilviljun
Flestum þingmönnum finnst þetta vitlaust en enginn vill þó stöðva það. Af hverju? Ég bara spyr.
Síðan en ekki síst má spyrja sig að eftirfarandi.
Er mikið af eignum þessara sjóða tryggt með yfir 110% veðhlutfalli.
Hvernig er hægt að telja það eignatap að færa veðhlutfall niður í 100 til 110% . Það sem er lánað yfir 100% er ekki til það er tapað fé.
Ég get alla vega ekki borðað 110% af köku eða epli eða hvernig lýtur 110% egg út ?
Nema náttúrulega að ráðandi aðilar nái því fram sem stefnt er að leynt og ljóst en það er að koma hér á þrælanýlendu fyrir þau fyrirtæki sem stjórnvöld vilja vernda hverju nafni sem þau nefnast og hvort um er að ræða fyrirtæki eða sjóði. Við skulum kalla þau öll bara X. En fyrirtæki og kerfi utan við vernd stjórnvalda og ráðandi afla köllum við Y
Þá verður plottið þannig að þú leigir húsið þitt eða íbúðina af X, borgar X fyrir að keyra vegina verslar í matinn hjá X, verslar byggingavörur hjá X, flýgur með X. Þau fyrirtæki sem ekki fá X merkingu sem verður nokkurskonar Íslensk CE merking veslast upp og deyja vegna þess að Xin nota lögbundnar greiðslur frá fólki sem starfar hjá Y fyrirtækjum til að greiða niður rekstur Xsins meðan verið er að drepa Y fyrirtækin.
Athyglisvert finnst ykkur ekki ?
EIna lausnin er leiðrétting i anda tilaga HH yfir alla línuna.
Þeir sem að ekki verður bjargast við það þeir eru fallnir hvort eð er breyta þarf lögum til að auðvelda þeim nýja byrjun, þau fyrirtæki og stofnanir sem dauð dragandi lífsanda frá þeim sem eru en lifandi og stóðu storminn af sér.
Þessi útbrunnu flök á að selja ef hægt er, en loka annars til að ný geti vaxið í staðin byggð á nýjum heilbrigðari grunni.
Hægt að halda lengi áfram en mál að linni.
Funda stíft um aðgerðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég gleymdi einni spurningu.
Hverjir haldið þið að eigi síðan öll hlutabréfin í X?
Hmmmmmmmmmmm Ja það skildi þó ekki vera þannig
Jón Aðalsteinn Jónsson, 1.12.2010 kl. 13:20
Vaxtalækkun er ágæt út af fyrir sig en breytir engu í sambandi við leiðréttingu ranglætisins. Höfuðstólslækkun, verðtryggingarafstemmning til janúar 2008 og afnám verðtryggingar nú þegar verðbólgan er komin neðar en elstu menn muna er það sem gera þarf til að leiðrétta misréttið og ranglætið sem leiddi af bankahruninu sem var alfarið fáum glæpamönnum og stjórnvöldum að kenna.
corvus corax, 1.12.2010 kl. 13:30
Sammála þér Corvus
Jón Aðalsteinn Jónsson, 1.12.2010 kl. 16:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.