19.11.2010 | 13:23
Alltaf til peningur í bullið
Bara þetta er eitt af því sem að mætti sleppa því að það skiptir engu máli fyrir endanlegt uppgjör hluta hér þetta er að mínu mati eingöngu minnisvarði um hefnigirni og innra eðli þeirra einstaklinga sem að hafa staðið fyrir þessu.
Rannsóknarskýrslan tók vel á þessum málum og er í sjálfu sér dómur yfir verkunum og fáu við að bæta.
Þessum peningum hefði verið betur varið í atvinnu uppbyggingu og aðstoð við fátæka eins þeim peningum sem verja á í stjórnlagaþing og settir voru í þjóðfund.
Það þarf að forgangsraða og við hljótum að eiga heimtingu á því að forgangsraðað sé þannig að mál sem skipti afkomu almennings mestu séu tekin fram yfir minna áríðandi mál sem nógur tími er til að leysa seinna.
Síðan er það spurninginn hvers vegna er forgansraðað svona sú spurning er áleitin.
Landsdómur kosti 113 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.