18.11.2010 | 20:52
Er verið að reyna að drepa hagkerfið.
Íslenska hagkerfið er eins og lítil hagamús sem króuð er af í eldhúshorni þeirra Jóhönnu og Steingríms sem standa yfir músarræflinum með sitthvorn strákústinn og lemja sem mest þau mega hingað til hafa þau ekki hitt nema á halann en með sama áframhaldi tekst þeim ætlunarverkið sem er að drepa músargreyið endanlega svo að hægt sé að koma á hinu músarlega alræði öreiganna hér á landi.
Ég vona að sjálfsbjargarviðleitni hins músarlega hagkerfis sem borið er upp af Íslenskum þverhausum sem bíta á jaxlinn og glotta framan í skafrenning, slyddu og vinstristjórn, verði strákústasveiflandi hjónakornunum yfirsterkari að lokum og þeim skriki fótur á rauðvínsbletti á eldhúsgólfinu eftir síðustu rýnivinnu með ESB og músin sleppi út og geti haldið áfram þar sem frá var horfið að byggja upp alvöru kerfi velferðar og jöfnuðar hér á landi.
Hagkerfið sýnir viðbragðsflýti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Samála öllu nema með músarhalann það hlýtur að eiga vera skott.
Sigurður Haraldsson, 19.11.2010 kl. 01:14
Skott er það það er rétt beljur hafa hala rollur hafa dindil og mýs skott :)
Jón Aðalsteinn Jónsson, 19.11.2010 kl. 08:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.