18.11.2010 | 08:18
Gengur ekki lengur
Sama fólkið og segir að ekki megi skattleggja séreignasjóðina notar nú útgreiðslu úr þessum sömu sjóðum til að fegra kaupmáttarskerðinguna við hirðum af þér 100 kall en þú ferð bara í bankabókina þina og nærð í 80 kall í staðin og auðvitað hirðum við skatt af þessum 80 kall þannig getum við falsað hina raunverulegu kaupmáttar skerðingu.
Þetta er bull og það að hlusta á Bylgjuna á fimmtudagsmorgnum sem eru morgnar kenningar smiðsins um fé án hirða vekur hjá mér löngun til að hafa samband við þá sem að bjóða fólki til uppruna okkar í heimabæ Ingólfs. Ekki það að ég þurfi á því að halda heldur vegna þess að ég er að verða þeirrar skoðunar að ég vilji ekki að börnin mín og barnabörn alist upp innan um fólk sem að hefur ekki nokkrar réttlætis eða sómakennd.
Ég hef hingað til haldið að samtrygging væri fólgin í því að allir bæru byrðarnar en er að gera mér ljóst að það eru ansi margir sem að líta þannig á að allt í lagi sé að mergsjúga fólk meðan nokkur dropi er eftir sé það gert í þágu sértækra hagsmuna sem oftar en ekki eru ansi nálægt því að vera eigin hagmunir. Ég á við hér þá andstöðu við að leiðrétta þann forsendu brest sem ég vil kalla glæp og varð hér. Þetta er eins og að tryggingarfélög vilji ekki greiða fólki út bætur af því að það á pening til að kaupa það sem stolið var og ef það á það ekki þá geti það bara tekið út sparnaðinn.
Það er komið mál til að venjulegt t fólk hér á landi hópi sig saman og stofni breiðfylkingu til að stoppa þetta rugl það er ljóst að breiðfylkingar háskólamanna leikara og skemmtikrafta eru ekki færar um það.
Alþýðu Jón og Gunna þurfa að axla ábyrgð og sækja til valda það var fólk af því kaliberi sem reisti landið úr rústum liðinna alda og það er greinilegt að það þarf fólk af því kaliberi til að koma skikki á málin hér aftur það er greinilegt að þær stéttir sem að hér halda völdum gera það ekki . Öll heimsins stjórnlaga þing Evrópuumsóknir og annað bull gera það ekki heldur aðeins réttlæti og samhjálp með dash af siðferði og ég sé ekki mikið af þeim réttum á matseðli þeirra sem nú ráða á flest öllum sviðum..
Ritað eftir að hafa hlustað á Pétur Blöndal og Lilju í morgunþættinum og lesið nýjustu velferðaráætlun AGS,Steingrims og Jóhönnu.
0,5% kaupmáttarlækkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.