Að arðræna sjálfan sig ll

Ég er ekkert nær því að skilja skynsemina í því að lána sjálfum mér pening heldur en ég var í gær.

Ég er búin að reyna að skilja skynsemina í því en eins og ég hef sagt áður er ég sennilega eitthvað tregur á þessu sviði. Ég reyndi þó að færa þetta yfir á líf mitt og einfalda það.

Ég er alinn upp í sveit og það var brú heim að bænum. Segjum svo að hún hafi verið að hruni komin og til að geta gert við hana fæ ég þá snilldarhugmynd að lána viðgerðaraðilanum fyrir viðgerðinni og hann rukkar mig síðan fyrir notkunina á brúnni til að borga mér lánið til baka. Þetta er frábær hugmynd og ég snara út 1000 kall í málið.  Gert er við brúnna og næstu árin borga ég glaður afgjald af því að nota brúnna þangað til að ég er búin að borga 1000 kr + vexti + verðtryggingu + afskriftir + umsýslugjald + kostnað þann sem viðgerðaraðili hefur af því að rukka mig. Þetta gerir svona cirka 2000 kall. 

Það er ólíklegt  að endurgreiðsla úr okkar sjóðum sé 100% en verum bjartsýn og segjum að hún sé 90% þannig að ég fái 900 kr til baka úr sjóðnum af þeim 1000 sem ég lánaði og lagði inn í upphafi. ´

Mér finnst einhvern vegin að það sé verið að láta mig borga 3000 kr til að fá þessar 900.
1000 sem ég lána 2000 fyrir að nota brúnna = 3000

Ég veit vel að tölulega er þetta ekki rétt en fjárinn hafi það ég sé ekki betur en að það að láta Lífeyrissjóði okkar byggja vegi fjármagnaða með veggjaldi  virki nákvæmlega svona.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband