Hringjum í 112

Nú dynja á okkur auglýsingar um að við eigum að hringja í 112 ef við sjáum eitthvað grunsamlegt. Skildi einhver hafa hringt í 112 vegna ummæla þingmanns um að þingmenn og jafnvel ráðherrar hafi verið beittir þvingunum við samþykkt aðildarumsóknar í ESB. Ég get ekki betur séð en að það sé  brot á stjórnarskránni. Þingmenn eiga að fylgja samvisku sinni og engu öðru samkvæmt 48 grein.

"48. grein

Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum."

Hefur þá stjórnarskráin ekki verið brotin ef menn láta kúga sig til að greiða atkvæði gegn sannfæringunni.

Það er því algjörlega ótrúverðugt þegar þetta sama fólk ætlar að kokka einhverja nýja stjórnarskrá saman þegar það getur ekki einu sinni fylgt þeirri gömlu. Frambjóðendur ættu því að draga framboð sín til baka allir sem einn og löggæslan ætti að taka þetta mál til rannsóknar. Það er mín skoðun að það þýði lítið að búa til eitthvað nýtt ef fólk getur ekki farið eftir því gamla.

Nei einhver ætti að hringja í 112


mbl.is Rúmur helmingur ætlar að kjósa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband